Ástralska hljómsveitin Silverchair hefur selt yfir 6 milljónir eintaka geisladiska og þeir hafa verið með fleiri topp 20 hittara en nokkur annar í heiminum. Þessi árangur hefur sett þá fremsta í flokk yfir rokkbönd í Ástralíu, en þeir hafa verið valdir besta hljómsveit Ástralíu nærri hvert ár síðan þeir byrjuðu að spila fyrir alvöru.
Bandið var stofnað af skólafélugunum Daniel Johns (söngur, gítar og píanó) og Ben Gilles (trommur) í úthverfi Mereweather í Newcastle, Ástralíu. Seinna gekk svo bassaleikari sveitarinnar Chris Joanou í lið við þá en hann var einnig með þeim í skóla.
Innocent Crimminals var nafnið sem varð fyrst fyrir valinum en þeir breyttu því fjótt í Silverchair eftir að hafa unnið í ástralskri demo keppni kölluð Pick Me sem var stjórnuð af SBS þætti kallaður Namad og útvarpstöðinni Triple J. Lagið sem þeir unnu með hét Tomorrow og gaf það þeim fjótlega plötusamning.
Í ágúst 1994 gáfu þeir svo út lagið og hélst í 6 vikur á toppnum í Ástralíu og var mest spilaðasta lag ársins í bandarísku nútíma rokkútvarpi.
Silverchair tók svo upp sína fyrstu plötu Frogstomp á aðeins 9 dögum í byrjun ársins 1995. Hún komst í fyrsta sæti yfir plötur í Ástralíu og Nýja Sjálandi og seldist í meira en 2,5 milljónum eintak um allan heim. 1996 túruðu þeir með Red Hot Chillipeppers og kynntu plötuna, en það var frekar erfitt því að þeir voru bara 15 ára og en í skóla.
Í byrjun 1997 gáfu þeir út aðra plötu sína Freak Show. Hún átti 3 topp 10 singulla í Ástralíu, Freak, Abuse Me og Cemetery. Platan seldist í 1,5 milljónum eintaka þrátt fyrir að þeir hafi átt erfitt með að kynna hana út af skólaskyldu, líkt og með fyrri plötuna Frogstomp.
Neon Ballroom þriðja plata Silverchair var án vafa besta plata þeirra fram af þessu. Eftir að hafa lokið skóla höfðu meðlimir hljómsveitarinnar mun meiri tíma til að vinna í henni þrátt fyrir vandamál miðjumannsins Daniel Johns, en hann þurfti að glíma við anorexíu og þunglyndi á háu stigi. Mörg lög Neon Ballroom fjalla einmitt um tilfinningar hans og er Ana’s Song (OpenFire) gott dæmi um það. Platan seldist eins og heitar lummur í Evrópu og Suður Ameríku og fylgdi með henni mikil farsæld.
Þeir túruðu um Evrópu og Bandarikin allt árið ’99, og spiluðu á sömu tónleikum og hjómsveitir eins og Red Hot Chillipeppers og Blink 182. Þeir tilkynntu svo eftir heimstúrinn að þeir ætluðu að taka sér 12 mánaða hlé frá tónlistarheiminum og einbeyta sér að fjölskyldunni og að safna kröftum fyrir næstu plötu.
Eftir að hafa staðið við samninginn við Sony Music Australia upp á þrjár plötur ákvað hjómsveitin að fá sér nýjan plötuútgefana. Þeir voru gjörsamlega eltir af plötuútgefendum mest allt árið, en í enda ársins 2000 tilkynntu þeir að þeir höfðu gert samning við Atlantic Records á sjálfstæðu leibelli kallað Eleven sem er fyrirtæki í Ástralíu og Asíu.
Út af þessari tilkynningu gaf gamla útgáfufyrirtækið þeirra út tvöfaldann geisladisk með öllum þeirra vinsælustu smellum plús nokkrum b-sides lögum sem mátti finna á helstu smáskífum þeirra., þetta var gert án þeirr leyfis.
Stærstu tónleikar Silverchair hétu Rock In Rio og fóru fram 21. janúar 2001 í Rio í Brasilíu en þar voru staddir 250.000 áhorfendur til að njóta tónlistarinnar. Þetta voru einu tónleikar Silverchair þetta ár.
Örlitlu seinna þetta sama ár fór bandið í stúdió í Sidney ásamt framleiðanda sínum David Bottrill til að byrja að vinna að 4 plötu sinni Diorama. Í þetta sinn var Daniel Johns í fyrsta sinn með-framleiðandi. Vinnslan tók nokkra mánuði og hjálpaði meðal annars Van Dyke Parks við nokkur lög, en hann hefur áður unnið með frægum hjómsveitum eins og U2 og Beach Boys.
Silverchair aðdáendur fengu að fyrst að heyra í Diorama þegar fyrsta smáskífan The Greatest View var gefin út í janúar 2002.
Diorama þýðir heimur innan í heimi, og á það vel við því að það er eins og maður sé komin innan í annan heim þegar maður hlustar á hana. “Skiptir ekki máli hvað er að gerast í lífi fólks, vonandi þegar þau hlusta á þessa plötu muna þau gleyma hversdags vandamálum. Þegar tónlist gerir það fyrir mann er það töfrum líkast, og fyrir mig er það einmitt það sem þessi plata er um”. segir söngvari Silverchair Daniel Johns.