Ég skellti mér á tónleika þann 8.okt með tveimur skemmtilegum rokk böndum: molesting mr.bob og Noise. Þetta voru að mínu mati alveg rosalega góðir tónleikar og ég bara varð að skella mér að sjá Noise því að það er svo langt síðan ég hef séð þá drengi spila live!

molesting mt.bob byrjuðu með látum og spiluðu til að byrja með mjög vel en seinustu 3lög þeirra fundust mér ekki jafn góð, þeir virkuðu svolítið þreyttir en það er svo sem skiljanlegt miðað við hraðann í lögunum þeirra! En þeir stóðu sig samt sem áður prýðilega að mér fannst.

Svo var komið að Noise að stíga á svið og ég beið með eftirvæntingu eftir að fá að heyra nýtt efni frá þeim. Eftir um 20min byrjuðu Noise á nýju lagi sem hét “dark days”, það var mjög gott lag, allt öðruvísi en það sem ég hafði áður heyrt frá þeim félögum og mjög góð byrjun á skemmtilegu program-i sveitarinnar.

Næst tóku þeir svo gamalt lag sem ég held að heiti “Hangover” eða “Hangovers”,sem ég hafði áður heyrt á m.tilraunum'2001. Þetta var gott og melódískt lag með flottri laglínu.

Þriðja lagið sem Noise spiluðu var hið kraftmikla lag “freeloader” sem hefur verið mikið spilað á RadioX, og mér fannst það miklu betra spilað á tónleikunum en það sem hafði verið spilað á RadioX!
Bæði var söngurinn miklu betri og lagið mun þéttara og varð fyrir vikið eitt af mínum uppáhalds lögum kvöldsins.

Fjórða lag Noise þetta kvöldið var svo hið dapra-fallega lag “Hate” sem ég hef verið raulandi mikið síðan ég sá Noise seinast á tónleikum,því lagið er alveg rosalega catch-y! (einsog öll Noise lögin eru,en þetta lag blew me away!)

Næst var röðin komin að nýju lagi sem ég náði ekki nafninu á en var hrikalega gott! Lagið var rosalega skrýtið í fyrstu en svo byrjaði maður að ná því, rosalega vel spilað lag með mjög frumlegum cut-um í endann og bara mjög frumlegur rokk slagari.

Næst kom annað nýtt lag sem hét “paranoid paracite” sem er án efa besta lag sem ég hef heyrt með Noise. Lagið byrjaði á hálfgerðu gítar intro-i(í líkingu við “today” með Smashing Pumpkins)sem hélt svo áfram inní lagið þegar bassinn og trommurnar bættust við. Lagið var rosalega kraftmikið samt mjög melódískt og flott.
“paranoid paracite” er án efa mitt uppáhalds lag með Noise..ég er bara með það fast í hausnum!

“hollow” hét lag sem fylgdi í kjölfarið, lagið var einstaklega melódískt og jafnframt frumlegt og með því lagi ásamt “paranoid paracite” sýndu Noise menn að þeir hafa mótað sinn eigin stíl.

svo var tími til að skella sér aðeins útí sjoppu og því miður missti ég af tveimur lögum sem að mér var sagt að hefðu verið gömul lög…:/

næst kom svo annað nýtt lag sem bar nafnið: “the favorite one”,sem
var svolítið poppaðra til að byrja með en hin lög sveitarinnar en þegar millikaflinn kom þyngist lagið og krafturinn kom í ljós..
lagið var mjög gott..gaman að heyra svona mikla fjölbreytni hjá einni hljómsveit!

Þar á eftir var stemningin þyngd aðeins með laginu “closing in”, sem er rokkara vænn slagari sem svíkur engann!..

Enn var stemningin þyngd með laginu “Loner”(hægt að ná í það á www.rokk.is)sem er harðasta lag Noise til þessa..samt sem áður var lagið melódískt,skemmtilegt og vel spilað.

Ellefta lagið var gamalt og hét:“dreaming” og var svolítið metal legt en samt grunge-að og melódískt…hef heyrt betri lög með Noise en þetta var samt sem áður vel spilað hjá þeim.

Síðasta Noise lagið var fyrsta lag sem heyrði með Noise og það er enn jafn skemmtilegt! það heitir:“opium” og þeir spiluðu það mjög vel og maður sá að það var mikil stemning fyrir þessu lagi, meirað segja nokkrir sem kunnu textann og sungu með…flott lag

Noise félagar enduðu svo kvöldið með cover-lagi eftir band sem heitir Silverchair og lagið hét:“freak”..mjög gott lag og vel spilað..ég hafði ekki heyrt um Silverchair áður og brá mér því á netið þegar heim var komið og dloadaði nokkrum lögum eftir þá og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Ég skemmti mér konunglega þetta kvöld, molesting mr.bob voru góðir og Noise spiluðu betur en nokkurn tíma fyrr..Þeir tóku 12lög sem söngvarinn sagði að yrðu á væntanlegri breiðskífu Noise,(og svo 1cover lag með Silverchair)ég bíð spenntur eftir þeirri plötu og ef marka má frammistöðu Noise félaga hingað til,verður þetta rosalega góð plata! ég hvet alla sem vilja hlusta á gott rokk og sjá góða sviðsframkomu að kíkja á Noise tónleika!

Þið sem fóruð á þessa tónleika: hvernig skemmtuð þið ykkur? Ég myndi endilega fá álit ykkar sem mættuð þetta kvöld! p.s Noise: haldið áfram að rokka!

-the mood man-;)