Ég fór á tónleika í Kompaníinu á Akureyri um helgina. Á þeim tónleikum voru: Anubis (ak speedmetal), BOB (rvk Bush-ættað grunge), Coral (rvk rokk) og Kanis (ak metal).
Fyrstir á svið voru Anubis sem án efa var þyngsta hljómsveitin, þeir tóku 4 eða 5 speedmetal lög og sköpuðu 6 manna moshpit(yes!), svona tónlist sem skapar þægilegt andrúmsloft. Svo stigu á stokk BOB. Það var lítið varið í þá, enda tæknin að stríða þeim og þurftu að fá lánað distortion í miðjum kliðum. Þeir tóku Bush lagið Glycerine, sem gítarleiarinn söng afskaplega illa og mishepnaðist dálítið. Svo stigu á svið Coral, það fyrsta sem ég tók eftir var myndarlegum söngvara, sem skapaði mikið kæti hjá áhorfendum með rödd sinni og framkomu. Þeir spiluðu 3 frumsamin og 2 cover. Þessi cover voru Party town og beethoven lag. Party town var einstaklega vel spilað og beethoven lagið var yndislegt. Næstsíðasta lagið hét Nauðgum gömlu fólki og var rosalegt (er ekki á disknum). Þegar þeir höfðu klárað sig af voru áhorfendur meira en tilbúnir fyrir aðalatriði kvöldsins KANIS (fyrrum Ópíum). Þeir tóku öll sín bestu og einnig tvö ný lög, Þeir eiga lag á http://jon.is undir nafninu Núll og nix - lítill drengur og þeir eiga víst líka lag á rokk.is. Síðasta lagið sem þeir tóku var eitt flottasta cover sem ég hef heyrt, en það var lagið Aerials eftir System of a Down, klikkað! Mig hlakkar til næstu Kanis tónleika, og Coral væri ég til í að sjá aftur. fyrirgefiði allar stafs.villur Arm