Black Sabbath
Í Aston, Birmingham á Englandi, árið 1967 var stofnuð hljómsveit að nafni Polka Tulk. Stofnendur þessarar hljómsveitar heita John Michael Osbourne (Ozzy), söngur. Frank Anthony Iommi (Tony), gítar. Terence Michael Butler (Geezer), Bill Ward, trommur. Jimmy Phillips, rhythm gítar og Acker á saxófón. Stuttu síðar voru Jimmy og Acker reknir og nafnið á hljómsveitinni var breytt í Earth Blues Company, stuttu síðar Earth.

Þeir spiluðu Blues Heavy Rock á börum og skemmistöðum fyrst en árið 1969 fór Tony Iommi í hljómsveitina Jethro Tull en sneri aftur í Earth eftir nokkra mánuði. Earth fengu einhverja smá athygli þegar þeir spiluðu á börum og þannig en það var ekkert merkilegt að gerast hjá þeim. Það var ekki fyrr en Tony Iommi fékk þá hugmynd að búa til “scary” tónlist því hann sá alltaf fólk borga pening til að sjá ógnvekjandi myndir í kvikmyndahúsinu sem var á móti æfingarstað þeirra.
Ákveðið var að breyta nafninu á hljómsveitinni í Black Sabbath eftir hryllingsmynd frá 3. áratugnum.

Árið 1970 var fyrsta breiðskífan gefin út og hét hún Black Sabbath. Á þeirri plötu má m.a finna lög eins og Black Sabbath, The Wizard, NIB og Evil Woman. NIB varð mjög vinsælt lag en NIB var upphaflega grín af skegginu hans Bill Ward því það leit eins út og “Pen nib”. Síðan byrjuðu allir að kalla það Nativity In Black.

Síðan árið 1971 var breiðskífan Paranoid gefin út. War Pigs, Paranoid og Iron man urðu gífurlega vinsæl en vegna satanista og djöfla trúar hjá þeim komust þeir í vandræði hjá einhverjum trúarflokkum og þannig rugli. Mikil eyturlyfjaneysla hjálpaði ekki og var ekki vel litið á þá hjá foreldrum. Á sama ári gáfu þeir út plötuna Master of reality. Á henni voru lög eins og Sweet leaf og Children of the grave.

Vol. 4 var gefin út árið 1972. Black Sabbath skrifuðu mikið um eyturlyfja neyslu sína og heyrist það á lögum eins og Sweet leaf og Snowblind. Sweet leaf fjallar um maríjúana neyslu þeirra. “When I first met you, didn’t realize.” Snowblind fjallar um heróín neyslu þeirra.
“Makes me happy, makes me cold. Cocaine.”

Eftir þessar plötur komu ekki út margar góðar plötur. Margir meðlimir byrjuðu að hætta og aðrir komu og aðrir fóru, svona gekk þetta. Ozzy fór árið 1977 en kom aftur fyrir plötuna Never Say die en fór stuttu seinna aftur úr hljómsveitinni og byrjaði sóló feril á 8. áratugnum. Eftir Ozzy komu margir söngvarar eins og Ronnie James Dio, Ian Gillian (ex-Deep Purple), Glenn Hughes og Tony Martin. Árið 1986 fóru Geezer og Bill úr Black Sabbath og varð Tony sá eini eftir sem var úr upprunalegu hljómsveitinni. Black Sabbath hélt áfram í gegnum 9. áratuginn með Tony Iommi og öðrum meðlimum sem hættu síðar.

Black Sabbath hélt nokkur reunion á 8. og 9. áratugnum en árið 1998 héldu þeir alvöru reunion sem var kallað “The Last Supper”. Þar léku allir upprunalegu meðlimirnir, Ozzy, Geezer, Bill og Tony.

Ozzy Osbourne hefur verið mikið í sviðsljósinu með nýju plötuna sína og sjónvarpsþættina “The Osbournes” en ég skal veðja að helmingurinn af fólkinu sem horfir á The Osbournes vita ekki að Ozzy var í Black Sabbath