Janis Joplin


Janis Joplin fæddist 19. janúar árið 1943 í Port Arthur, Texas. Hún byrjaði snemma á unglingsárunum að koma fram og syngja, aðal áhrifavaldar hennar voru blúsararnir Bessie Smith og Huddie (Leadbelly)Ledbetter. Á miðjum sjöunda áratugnum ferðaðist hún mikið um og söng á fjölmörgum klúbbum og börum, stundum fyrir lítinn sem engann pening.

Að lokum settist hún að í San Francisco þar sem hún hitti kunningja sinn að nafni Chet Helm og urðu þau góðir vinir og hann kynnti hana fyrir Big brother sem hún hóf svo að spila með - helstu tónleikar þeirra saman eru væntanlega Monterey Pop festivalið árið 1967.
Fyrsta desember sama ár söng hún svo í síðasta skipti með Big brother, ástæðan var sú að hana langaði til þess að einbeita sér algjörlega að sólóferli sínum og stofnaði hún því sína eigin back up hljómsveit og hét hún The full tilt boggie band (innihélt Sam Andrews úr big brother). Fyrsta sólóplatan hennar I got dem Ol´Kozmic blues againmama kom henni algjörlega á kortið og öðlaðist hún mikla viriðingu eftir hana, enda talin ein alldra fremsta söngkona rokksins.

Ferill hennar endaði samt hræðiega þegar hún fannst látin á Hollywood Landmark Motor hótelinu 3. október árið 1970. Hún dó af of stórum eiturlyfjaskammti…:( –

Hún var brennd og ösku hennar dreift út yfir sjóinn nálægt Stinson ströndinni í Marin county í Kaliforníu..

Snemma árið 1971 gaf Columbia Records út plötu sem Janis hafði náð að klára áður en hún dó. Platan fékk nafnið Pearl og seldist rosalega vel enda hippans sárt saknað. Lagið Me & Bobby McGee skaust á topp vinsældar lista útum allt og héldu Columbia Records áfram að gefa út efni með henni langt inn í áttunda áratuginn.


Janis Joplin var frábær söngkona og ég sjálf ofdýrka hana, enda ekkert annað hægt - og ég vildi að ég hefði getað séð hana á tónleikum.. en ég er víst rúmum 30 árum of sein..

En hún skildi eftir sig frábæra tónlist :D