Led Zeppelin - Led Zeppelin Formáli:

Ég var í ferðalagi í Finnlandi núna fyrr í haust
og var á leiinni til Svíþjóðar þegar ég rakst á
Led Zeppelin 1 á aðeins 700 kall íslenskar. Ég var
enginn sérstakur Zeppelin fan áður en átti einhverja ágæta
safndiska með þeim. Ég tók hamborgarann minn (diskman)
og skellti honum í græjurnar.

Margt hefur verið sagt og skrifað um Zeppelin. Þeir voru
band sem einkenndist af mjög blúskenndu rokki. Ég hef
heyrt mikið um það að þeir voru fyrsta þungarokksbandið.
Eflaust er mikið til í því, en ég er ekki besti maðurinn
til að staðfesta þá kenningu. Annars skulum við snúa okur að
liðskapnum.

Jimmy Page og Led Zeppelin:

Jimmy Page byrjaði 13 ára á gítar, og vann sem ryþmagítarleikari
hjá mörgum bestu tónlistarmönnum Bretlands en vildi svo festa sig
í einhverju bandi svo hann gekk í hljómsveitin The Yardbirds sem
var og hét. The Yardbirds spilaði blússkotið 60´s rokk með
eins konar Chuck Berry ívafi. Bandið er einna mest frægt fyrir að
hafa leitt af sér eina 3 frægustu rokkgítarleikara í heiminum-
Eric Clapton, Jeff Beck og auðvitað Jimmy Page. Ég er ekki alveg
sammála því en það er annað mál. Á hippatímabilinu varð Yardbirds
líka að breytast ef að þeir ætluðu að vera vinsælir áfram.
Flestir liðsmenn voru búnir að hoppa einhvert annað og festa sig í
sessi í öðrum böndum. Samanber Eric Clapton og hans Cream og
Blind Faith (John Mayall and his Bluesbreakers mættu fylgja),
Jeff Beck stofnaði Jeff Beck Group en hvert átti hann Jimmy
að fara. Hann hafði í engin önnur hús að venda svo hann hékk áfram
í Yardbirds. Þar komu til liðs við hann þeir Bonham, Jones og
Plant. Almenningur Bretlands bjóst við nafninu Yardbirds áfram.
En þeir kölluðu sig Led Zeppelin og var fyrst illa tekið. En
þeir spiluðu mikið live og áhugi fyrir þeim jókst gríðarlega.

Ég læt nú hinum mestu Zeppelin fræðingum eftir að fjalla nánar
um það hvernig Plant og þeir komu inn.

Hljóðfæraskipun

Söngur og munnharpa - Robert Plant
Gítarar og bakraddir - Jimmy Page
Bassi, orgel og bakraddir - John Paul Jones
Trommur, ketiltrommur og bakraddir - John Bonham

Platan:

1. Good Times Bad Times (Bonham/Jones/Page) - 2:46

Hörku stuð. Riffið er kúl og Bassatrommugrúv Bonham lyfta laginu í
hæðir. En akkeri þess er í rauninni ofurlítil flatneskja.
Það vantar kafla sem brýtur það upp. Annars er það frábært.

2. Babe I'm Gonna Leave You (Bredon/Page/Plant) - 6:41
Fallegt lag, þar sem Plant leggur allt í einlægni raddarinnar.
Skemmtilegt hvernig hann gerir lagið allt í einu þungt og
melankólískt. Flott lag, eitt það endingarmesta.

3. You Shook Me (Dixon/Lenoir) - 6:28
Blús eftir Willie Dixon tekinn og gert það sem ekki var gert
í upprunalegu útgáfunni meiri rödd og gítar. Brilliant hvernig
Page og Plant vinna saman, enda hefur Plant svo skerandi
instrúmental rödd og notar hana sem slíka.

4. Dazed and Confused (Page) - 6:26
Að mínu mati besta lag plötunnar. “Klikkaður” frumsaminn blús
sem hefur góða línu og millikafla. Bonham klikkar ekki og sínir
að hann hefur sitt á hreinu. Að mínu mati hápunktur lagasmíða
þeirra. Bæs Stairway to Heaven út með andvarpi. (Mitt álit)
Dularfullt lag þetta.

5. Your Time Is Gonna Come (Jones/Page) - 4:14
Vá, ég fékk gæsahúð við hlustun á þessu lagi. Létt og skemmtilegt
lag. Plant syngur um sína fyrrverandi sem fær svo sannarlega að
kenna á því einhver tímann. Ég fékk gæsahúð þegar orgelið byrjar
að spila grúvtaktinn, trommurnar koma inn í og gítarinn fylgir á
eftir. Gæsahúð maður, gæsahúð

6. Black Mountain Side (Page) - 2:05
Indverskar tilraunir Page og hans tækifæri til að láta til sín
taka. Hann sínir góða hæfni sína í hammer-on-pull-off tækninni og
nýtit það vel til að ná fram svona indverskum stíl. Fínt lag en
hefði mátt verið lengra, gott hjá þeim að setja þetta lag eftir
Your Time Is Gonna Come. En lætur mann ekki búast við þessu-

7. Communication Breakdown (Bonham/Jones/Page) - 2:27
Allt sett í botn, röddin hans Plants flýgur eins og fálki sem gerir
árás á rjúpu. Ótrúlega skemmtilegt, þegar maður er einn með þetta í
eyrunum á góðum degi. Maður fer einhvern veginn að hoppa og með
læti. Jæja, næsta lag.

8. I Can't Quit You Baby (Dixon) - 4:42
Skemmtilegur blús en vantar meiri kryddaðan gítarleik. Page er
alltaf að gera það sama aftur og aftur á gítarinn. Flott sánd
aftur á móti.

9. How Many More Times (Bonham/Jones/Page) - 8:28
Lokahnykkurinn. Blússkotið rokk og þunglyndisleg ganga lagsins
gerir það að verkum að maður fær hroll.

Lokadómur:
Jæja, hrollur og gæsahúð, dularfull lagsmíð Page.
Ekki er þessi plata af verri endanum.

*****/*****
Algjört möst