www.jupiterfrost.net/pan

Sælinú!

Ég er umsjónarmaður vefsíðunnar fyrir íslensku hljómsveitina PAN. Mig grunar að þið hafið mörg hver heyrt eitthvað nefnt af þessari hljómsveit, ekki síst vegna umstangsins á síðustu músíktilraunum, en nú fannst okkur tími til kominn að minna á okkur aftur!

Pan-verjar eru búnir að vinna dag og nótt síðan á músíktilraunum við að þróa hljóm sinn og auka við búnað, getu og þekkingu! Með öðrum orðum, Pan eru orðnir BETRI og HARÐARI. Á sama tíma hefur þrotlaus vinna farið í að gera Pan-vefsíðuna sem flottasta og aðgengilegasta, og verð ég að segja að miðað við gaura sem kunna EKKI NEITT í vefsíðuhönnun tókst okkur bara nokkuð vel upp!

Þannig að, endilega tékkið á síðunni og skoðið ykkur um. Meðal þess sem þar er að finna er:
*Textar við öll lög Pan
*Myndasíða sem er í stöðugum vexti
*Prófílar - þ.e. persónulegar síður fyrir hvern meðlim (svo þið getið kynnst þeim betur!)
*Fréttir, uppfærðar um leið og þær berast
*Sagan - bíógrafía hljómsveitarinnar Pan

Síðast en ekki síst býður síðan núna upp á þrjár mp3-skrár fyrir lögin ‘Sacred’, ‘Molina’ og hið margfræga ‘Pressure’. EN mp3-safnið mun stækka á næstunni, eins og stendur eru bara örfáir dagar í að við fáum a.m.k. þrjú lög í viðbót inn…þetta gerist bara um leið og hljómsveitin hefur lokið við að mixa þessi lög og koma þeim til mín! Þannig að endilega kíkjið inn reglulega ef þið hafið áhuga!

Þá er það upptalið í bili, vill bara endilega minna ykkur á að kíkja á síðuna og SENDA OKKUR PÓST ef þið hafið einhver komment eða uppástungur. Allar hugleiðingar vel þegnar! Enn og aftur, netfangið fyrir heimasíðu PAN er:

www.jupiterfrost.net/pan

Með kveðju,
Stjáni og Pan

p.s.
Heimasíðu Pan er einnig að finna undir ‘Tenglar’ hér á rokksíðu Huga, þannig að þið getið fundið okkur hvenær sem er!