Tónlist Chuck Berry hefur staðið tímans tönn í kynslóðabil. Lög eins og Johnny B. Goode, Maybellene og Memphis eru með þekktustu rokk og ról lögum aldarinnar.

Listamaðurinn bak við þessi lög, Chuck Berry er brautryðjandi í tónlist en hann átti þátt í að gera rokk og ról að viðurkenndri tónlistarstefnu í stað þess að vera litið á sem afbrigði af R&B oh country tónlist.

Ótrúlega velgengni Berry má rekja til hæfni hans í að túlka áhyggjur og hugarfar hlustendahóps síns í tónlist sinni. Á hátindi ferils síns var Berry 30 ára gamall blökkumaður sem aðallega hvítir unglingar hlustuðu á. Hann fékk viðurnefnið “Eilífðar-unglingurinn”.
Þekking Berry´s á tónlistarmarkaðnum gerði honum kleift að brjóta niður múra kynþáttaaðskilnaðar og því fór hann brátt að spila fyrir fólk af öllu litarhafti.

Chuck Berry fæddist í St.Louis þann 18.október 1926. Hann varð fyrir mörgum áhrifum í lífi sínu sem breytti tónlistarstíl hans. Hann lék eftir mjúku og tæru söngrödd átrúnaðargoðsins síns Nat King Cole á meðan hann spilaði blús lög eftir hljómsveitir eins og Muddy Waters.


Árið 1953 gekk Chuck Berry í “Sir John´s Trio” en því nafni var á endanum breytt í “The Chuck Cherry Combo” þar sem sniðugur söng og gítarstíll Berry´s ásamt líflegri sviðsframkomu hans hóf að stela senunni á tónleikum. Eftir að verða frægur í heimabæ sínum á hinum vinsæla skemmtistað “The Cosmopolitan Club”, fór Berry til Chicago til að reyna að fá plötusamning. Í maí 1955 fór hann í prufur til Leonard Chess fyrir “Chess records” sem gaf út blús tónlist. Til mikillar undrunar Berry var það sveitalubba lag, ekki blús lag sem fangaði áhuga Chess. Hann samdi við þá og um sumarið hafði lagiðMaybellene náð sæti 5 á popplistanum en nr.1 á R&B vinsældalistanum. Í gegnum Chuck Berry, skildu Chess Records við R&B geirann og tóku að gefa út aðalstefnu tónlist og Chuck Berry var á leið til heimsfrægðar.

Velgengni Berry hélt áfram með smellum eins og Brown-Eyed Man, Too much monkey business, Memphis, Roll Over, Beethoven! og Johnny B. Goode. Johnny B. Goode var meistaraverk Chuck Berrys þar sem það sameinaði alla þætti hins sérstaka tónlistarstíls í eitt lag. Það gróf sig í jarðveg rokksögunnar og gerði hann heimsfrægan á 6.áratugnum. Seinna meir mátti heyra Michael J. Fox flytja þetta lag í myndinni Back to the future 1 sem hefur eflaust átt þátt í að gera það jafn ódauðlegt og það er í dag. Vinsældir hans gáfu honum færi á að koma fram í sjónvarpi og kvikmyndum og hann var á stöðugu tónleikaferðalagi.

Á 7. og 8. áratugnum var tónlist Berry´s innblástur fyrir hljómsveitir á borð við Bítlana og Rolling Stones. Berry átti fjöldann allan af endurkomu upptökum og árið 1972 komst hann í fyrsta og eina skiptið á toppsætið á Popplistanum með laginu My Ding-A-ling.

Árið 1986 var hann með réttu tekinn inn í Hall of fame rokksins, til heiðurs framlags hans til rokksögunnar.