Saga frá Ozzfest
Það var hinn 26. júlí síðastliðinn sem ég lagði leið mína á hina frægu Ozzfest rokkhátíð. Ég lagði af stað rétt eftir 8 um morguninn frá Miami og var kominn upp til West Palm Beach um 10, og voru tónleikarnir haldnir í Mars Music Amphitheatre. Ég ætla hér á eftir að fjalla aðeins um böndin sem ég sá og hvernig þau stóðu sig. Svæðið hafði opnað um 9-9:30 um morguninn svo ég komst að því að ég hafði líklegast misst af lost prophets sem mig hafði langað til að sjá en dagurinn var rétt að byrja og ég átti eftir að sjá nóg af böndum. Svæðinu var skipt í tvö svið, litla sviðið þar sem litlu og ófrægari böndin spiluðu og svo stóra sviðið þar sem stóru böndin byrjuðu að spila síðdegis.

Litla sviðið

Pulse Ultra: Þetta var fyrsta bandið sem ég sá spila eftir að ég mætti, samt hafði ég aldrei heyrt um þá áður en þeir voru samt ágætis band .

Down: Það litla sem ég man eftir þeim var að ég var ekki alveg að fíla þá nógu vel.

Hatebreed: Þótt ég sé rokkari þá er ég ekki alveg að fíla þetta alharðasta rokk eins og þeir spiluðu.

Apex Theory: Ég hafði heyrt um þá áður en ekki heyrt mikið í þeim, svo ég beið eftir því að heyra í þeim og voru þeir bara alveg ágætir.

Flaw: Ég man ekki mikið eftir þeim en það sem ég man var ég ekki alveg að fíla.

3rd strike: Ég hafði heyrt allavega eitt lag með þeim og voru þeir fínt band.

Otep: Man ekki mikið eftir þeim en man að það var kona í bandinu.

Andrew W.K. Ég hafði heyrt lagið Party Hard með þeim og langaði til þess að sjá hvernig þeir væru á sviði og niðurstaðan er sú að þetta var versta show tónleikasögunar, öll lögin þeirra hljómuðu alveg eins og söngvarinn hoppaði um sviðið allan tímann, og fólk var ekki alveg að fíla þetta, það var púað á þá, og flöskum hent í átt að sviðinu, og mér fannst þeir ömurlegir.

Það voru einhver fleiri bönd að spila á litla sviðinu sem að ég sá ekki þar sem ég rölti um svæðið.

Stóra sviðið

Black Label Society: Þeir voru fyrstir á svið á stóra sviðinu og fannst mér lítið varið í þá.

Adema: Ég beið spenntur eftir að sjá þá þar sem ég er talsvert að fíla þá og voru þeir bara helvíti góðir á sviði og skemmti ég mér vel að horfa á þá.

Drowning Pool: Ég beið líka spenntur eftir þeim og varð ég ekki fyrir vonbrigðum með þetta rokkband frá Dallas. Að vísu dó söngvarinn þremur vikum eftir að ég sá þá svo það er spurning hvað verður um þá. En ég man eftir því að söngvarinn sagðist ætla að fara eftir tónleikana út í rútu og fá sér eina jónu.

POD: Eftir vinsældir alive og fleiri laga eru þeir orðnir vinsælir í ameríku og var ég spenntur að sjá hvernig þeir væru og var bara helvíti fínt að sjá þá.

Rob Zombie: Ég er ekki mikill Rob Zombie aðdáandi svo ég var ekki alveg að fíla hann, en ég get allavega sagt að þegar hann mætti þá skapaðist rosaleg stemning.

System Of A Down: Ég hafði aðallega mætt til þess að sjá eitt af mínum uppáhaldsböndum, System Of A Down, og varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum með þá.

Ozzy Osbourne: Ég var farinn svo ég sá hann ekki.

Eftir að hafa verið úti í sólinni í 10 klukkutíma og orðinn dauðþreyttur, ákvað ég að koma mér heim áður en Ozzy mætti á sviðið, enda hafði ég lítinn áhuga á að sjá hann. En annars var bara mjög gaman að fara á Ozzfest og ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá svo mörg rokkbönd í einu. Samt var hálffyndið að sjá sumt liðið þarna, það voru fullt af svona whitetrash með mulleta, og svo sá ég 3 gaura sem voru allir í svörtum leðurfrökkum í rúmlega 30 stiga hita og sól!

En ef þið hafið tækifæri að kíkja á Ozzfest þá mæli ég með því.
“If you stole a pen from a bank then would it still be considered a bank robbery”?