Ég hef undanfarið verið að taka eftir greinum sem eru gagnrýni á geisladiskum. Þess vegna ætla ég að gera það líka og ef þessi grein fær góðar undirtektir að þá geri ég fleiri.

Diskurinn sem ég ætla að fjalla um fyrst er Master of puppets með Metallica. Þetta er þriðji diskurinn þeirra af sjö (bráðum átta) og var gefinn út 1986 eða þegar þeir voru ca. 25 ára. Kirk Hammet var kominn í hljómsveitina eftir að Dave Mustaine var rekinn og þetta var fyrsta breiðskífan þar sem hann var lead guitar.

Fyrsta lagið á þessum diski er Battery. Lagið byrjar rólega og þetta hljómaði eins og þetta væri spilað á klassískan gítar, mjög flott. Svo byrjaði lagið fyrir alvöru og var heavy speedrokk með snilldar sólóum.

Næsta lag er titillagið Master of puppets. Það er virkilega gott lag allt frá upphafi til enda. Maður tekur ekki einu sinni eftir því að þetta er meira en átta mínútna lag. Ég verð samt að segja, James Hetfield var ekki sérstakur söngvari þá en hann er sem betur fer frábær núna. Lagið skiptist í tvo kafla, kafli sem lagið byrjar á og er meginkaflinn og svo rólegur kafli með sólóum. Snilld!!!!!

Þriðja lagið er The thing that should not be. Ég veit ekki um ykkur en ég varð fljótt frekar leiður á þessu lagi og núna fer ég alltaf yfir það. Það er ekki eins fjölbreytt og lögin á undan, það er meira að segja frekar einhæft. Hins vegar er þetta mjög vel saminn texti og undirspil er eins gott og hægt er.

Fjórða lagið er Welcome home (Sanitarium). Það er rólegt lag til að byrja með og mjög grípandi lag. Ég gæti alveg hlustað á það endalaust í marga daga. Svo byrja öll þessi ósköp af gítar sólóum. Það var virkilega flott en mér fannst vera of mikið af sólóum í þessu lagi, ef þeir hefðu bara sleppt pínulitlu af þessu þá hefði þetta verið frábært.

Fimmta lagið er Disposable heroes. Það er fínt lag. Einskonar hetjurokk a´la Metallica. Það er virkilega fjörugt lag og þar sýnir Kirk Hammet að hann var rétti maðurinn til að koma í staðinn fyrir Dave Mustaine.

Sjötta lagið er Leper Messiah en mér finnst það vera frekar leiðinlegt lag til að byrja með. Frekar einsog það sama endurtekið nema söngvarinn segir eitthvað öðruvísi hverju sinni. Svo verðu lagið mikið fjörugra og byrjar á flottu gítarspili sem verður síðan að snilldarsólói og maður fer að spurja sjálfan sig hvort þetta sé ennþá sama lagið. Svo endar það á sama stefi og í byrjun sem mér finnst fúlt.

Sjöunda lagið er Orion og er textalaust, sem sagt bara hljóðfæri. Ég veit ekki með ykkur en þannig lög finnst mér vera alveg frábær. Lagið byrjar á trommuslætti sem verður hærri og hærri og svo bætast gítar og bassi við og gerir þetta að nokkuð góðu stefi, það myndi hreinlega eyðileggja lagið að setja söng í þetta. En þegar líður svolítið á lagið gerist eitthvað furðulegt. Það gjörbreytist og verður að einskonar gítarleiksbarnalagi. Ég veit að þetta er ekki akkúrat rétta lýsingin en það er frekar erfitt að lýsa þessu. Og það kemur á óvart hvað þetta er flott!!!!!!!!

Síðasta lagið er Damage Inc. Það byrjar rólega með einhverju gítareffekti og verður síðan að frekar hröðu lagi. En þetta er frekar einhæft lag og ekki sérstaklega gott að mínu mati af því að þetta er yfir allt ekki voða mikið að breytast.

Þetta eru Topp5 lögin að mínu mati:

#1: Master of puppets
#2: Welcome home (Sanitarium)
#3: Battery
#4: Orion
#5: Disposable heroes

Ég gef þessum disk þrjár og hálfa stjörnu af fimm. Þrátt fyrir snilldarlög á disknum dreg ég eina og hálfa stjörnu af útaf lélegum lögum á disknum

Endilega segið ykkar skoðun um þessa gagnrýni.

Kveðja: Weedy