JAZZ: Thelonius Monk=Snillingur Ég vona að Jazzáhugamálið komi fljótt og hvet því alla jazzara
unga sem aldna að byrja að senda inn jazzgreinar á huga.
Það er ein leið til að fá jazzáhugamálið sem fyrst.

Jæja, það er erfitt að koma orðum yfir færni þessa
frábæra píanóleikara. Hann heitir Thelonius Monk
og fæddist 10 október 1907 og dó 74 ára gamall árið
1982. Hann var hálfgeðveikur og var það sem kallað er
“Borderline Case” en þess ber vel merki í píanóleik hans.
Hann samdi ódauðleg lög eins og Blue Monk, Ruby My Dear,
Straight no chaser, Trinkle Tinkle og enn fleiri.
Hann á einnig að mínu mati eitt besta cover allra tíma
fyrir utan All Along The Watchtower með Jimi,
en Monk coveraði nefnilega Smoke Gets In Your Eyes
á snilldarlegan máta. Plöturnar sem hann gaf
út undir eigin nafni voru rúmlega 95 talsins
(þess má geta að hann gaf út 9 plötur árið 1961
og geri aðrir betur). Hann hefur þennan einkennandi
“skrykkjótta” stíl, og það er mikill húmor
í honum sem tónlistarmanni. Helstu plöturnar hans eru:
* Brilliant Corners
* Thelonius Monk with John Coltrane
* Monks Music
* Monks Dream
* The Thelonius Monk Orchestra Live at the Town Hall
og margar fleiri. Þessar eru reyndar taldar hans bestu.
Einnig er vert að athuga að “Alone” plötunum hans.
Þ.e.a.s. Monk Alone, og Alone in San Fransisco.
Það eru frábærar plötur.

Njótið vel.

Kv Barrett