Syd Barrett - Gítarleikari Pink Floyd Þetta er mjög flott portrett af “nafna” mínum
Syd Barrett. Eins og margir vita var hann aðalmaðurinn í
hljómsveitinni Pink Floyd á velmegunarárunum 1967-69 ;)
Hann gerði það glappaskot að éta of mikið af LSD svo að hann
varð hálfgalinn og óútreiknanlegur á tónleikum, mætti ekki
lenti í slag við Roger Waters og fleira. Það endaði allt með
uppsögn hans úr Pink Floyd.
Hann var mikill karakter, og með sérstakan einkennandi stíl.
Svo var hann mjög flinkur að slide-a og notaði ávallt Zippo
kveikjara við þá iðju. Hann vann við lögin sín á þann hátt,
að hann byrjaði með allskonar lög í um.þ.b. heila viku, gerði
ekki rassgat í mánuð og reyndi að gleyma lögunum sem hann samdi.
Svo tók hann sig aftur til og vann í þeim til að þau væru sem
óútreiknanlegust.

Kynnið ykkur þennan sérstaka tónlistarmann á plötunum
Piper At The Gates Of Dawn en hann samdi öll lögin nema eitt
á þeirri plötu. Þar eru lögin Astronomy Domine, Lusifer Sam
og Interstellar Overdrive áberandi fyrir sérstakan stíl hans.
En eina lagið sem hann samdi ekki er eftir Roger Waters og þar
er líka kúl gítar hjá honum.

Kv
Barrett

PS Jibbí Jei, ég er komin með 1000 stig. ;]