Á föstudaginn verða hinir árlegu Hólmstokk haldnir í félagsmiðstöðinni Hólmaseli, eins og allir hinir tónleikarnir verða þetta styrktartónleikar og rennur ágóðinn til Alnæmissamtakanna og er því mikilvægt að sem flestir láti sjá sig. Hljómsveitirnar verða ekki af verra lagi og verða þar bönd eins og Coral, Heróglymur, Down to Earth og mörg fleiri. Aðsókn á þessa tónleika hefur verið mikil undanfarin ár og mun það ekki breytast þetta árið.

Fjörið byrjar kl 18:30 föstudag og stendur til um kl: 23:00

Aðgangseyrir er 500 kr og eins og áður kom fram rennur það til Alnæmissamtakanna.

Endilega látið sjá ykkur .

PS. ekki þarf að minnast á það að öll meðferð áfengis og annarra vímugjafa er bönnuð innan og nálægt Hólmaseli endilega sparið það þangað til eftirá.