Þegar ég var að fara að kaupa Fídel vissi ég ekki alveg hvað ég ætti von á… Ég vissi samt að þessi hljómsveit væri eitthvað spes miðað við sumar aðrar hljómsveitir… Það má segja að Fídel sé ein af þessum fáum “indie” hljómsveitum á íslandi. Allir eru þeir þó mikið fyrir underground held ég.
Má segja að Andri gítarleikari er með þáttinn Karate á RadioX sem flestir vita.
Fídel er svolítið sérstök hljómsveit þar sem allir syngja nema trommuleikarinn. Þetta er svona blanda af hljómsveitum eins og Fugazi, Sonic Youth og fleira… Samt heyri ég ekki eins miklar Sonic Youth pælingar og hvað ég hélt áður en ég keypti plötuna. Frekar meiri Fugazi pælingar…. skiptir ekki miklu…

Ég hef reyndar ekki mikið að segja um þessa plötu nema það að hún sé mjög góð. Lagið Liquid Lips hefur spilast mikið í útvarpinu og nú Focus on the split. Ég viðurkenni það að ég var ekkert sérstaklega að fíla Liquid Lips fyrst þegar ég heyrði það fyrst en nú er ég að fíla það meira. En það er alls ekkert eitthvað besta lagið á disknum eða eittvhað svoleiðis..
Uppáhalds lögin mín á þessum disk eru “Who gives a rat ?” sem mér finnst vera algjör snilld og “Why pissing is number one” er líka helvíti magnað lag.
Verð bara að segja að GOOD RIDDANCE=NEW ENTRANCE er ein af betri íslenskum diskum sem ég hef heyrt lengi,lengi..
Einhver var að tala um hér á huga.is fyrir stuttu að íslenskt rokk væri dautt… Ég legg til að þessi vitleysingur fer útí búð að kaupa FÍDEL !! Fídel er fyrir alla, ekki bara fyrir einhverja indie rokkara heldur líka fyrir “venjulegt fólk”….
Ég held að Fídel eigi eftir að gera góða hluti í framtíðinni og vonandi er þetta upphafi af einhverju nýju í íslensku tónlistarlífi…..
Ekkert “Skífan” hér !