jæja, ég var að koma heim af því. Þetta var skemmtilegt kvöld að ýmsu leiti, og fjölbreytt yfir höfuð.
ég var að þessu sinni keppandi, í hljómsveitinni mute.

keppendur + gagnrýni:

1. citizen joe.
fyrstir á svið voru hardcorarnir í citisen joe. þeir voru alveg fínir, mér fannst helst vanta aðeins uppá sönginn, þeas. að hann hefði mátt öskra hærra. síðan voru lögin sjálf alveg ágæt, en því miður ekki neitt framúrskarandi…

2. mute
grunge rokk stóð í mogganum, en ég held nú varla. við spiluðum fyrst frekar rólegt lag(offensive pacifist), nema með nokkuð hörðum chorus, lag tvö var meira pönk(gulur bangsi), hratt og gott og síðan var 3 lagið(don't mind me, cause I'm suicidal), sem var rosalega rólegt og með kröftugum og hráum chorus…
mér fannst við standa okkur fínt, nema að við vorum samt ekki að spila okkar besta, þeas. við vorum að hita okkur upp niðrí húsnæði og þar vorum við þéttari en þarna… síðan voru náttúrulega smávegis vandamál hér og þar, ég t.d. missti röddina einmitt þegar mestu öskurin voru í 2 lagi(en ég söng bara 1 lag og chorus í 2 lagi), snúran var alltaf að detta úr bassanum hans helga og hann þorði varla að hreyfa sig útaf því. en ég var alveg sæmilega ánægður með okkar frammistöðu, en hvað fannst ykkur um okkur? ég er mjög spenntur að vita :)

3. pan
ég heyrði nú ekki mikið í þeim, var að tjúnna mig niður eftir hamaganginn, en það sem ég heyrði af þeim hljómaði alveg lala, en ég hlustaði ekki nógu vel á þá til að dæma…

4. counter-strike
eins manns tölvutónlist. ég veit náttúrulega ekki görn um tölvumúsík, en það sem ég heyrði hljómaði nú alveg ásættanlega miðið við að um er að ræða tölvutónlist, sem ég eins og áður segi veit ekkert um… :Þ

5. tópaz
tveggja manna hiphop… heyrði í þeim í hljóðprufu, þeir voru það sem ég heyrði alveg nákvæmlega eins og rottweiler, en ég heyrði nú bara eitt lag með þeim…


6.waste
þeir voru þriggja manna tríó, og þar af grímur sem gerði hina rosalegu sólóplötu nýklipptur. þeir spiluðu gleðipönk - nánast bara blink 182. þeir voru nokkuð vel samhæfðir og þéttir, en að mínu mati ekki nógu frumlegir.
líka fannst mér merkileg sagan sem sagði að mr. celebrity grímur hafi rekið söngvarann úr bandinu sínu af því að hann var ekki að fá næga athygli bara sem gítarleikari???

-hlé-

7. einangrun
ég man að ég hlustaði á þetta, en ég bara get ekki munað hvernig né hvað þetta var :( þannig að ég veit ekkert um þessa…

8. sól… (man ekki nafnið)
svolítið sniðugt dauðarokk, þeas. þeir voru tveir, gítarleikari og tölvari og síðan söngvari. þeir voru sæmilega þéttir bara en kannski eitthvað mætti pússa uppá að vera ekki einhæfur :(

9. reaper
4 manna hardcore band. þeir voru mjög sjálfsöruggir og með fokking geðveikan trommara. gítarsándið var ekki alveg nægilega þétt, en ég held að það hafi helst bara verið að því að hann stillti gítarinn ekki nógu hátt… en þeir voru drullugóðir, og að mínu matri besta band kvöldsins…

10. spoiled
aftur á móti kom hér held ég því miður versta band kvöldsins… þeir voru svolítið ekki bara að virka. lögin voru bara því miður einfaldlega léleg(auðvitað að mínu mati), þeas. þau voru bara ekki samhæfð þétt eða cathcy eða bara neitt :(

gestahljómsveitir voru fídel sem voru rosalega góðir og síðan ceres 4 sem voru svolítið umdeildir, en samt alveg sniðugir..

jæja? hvernig fannst öðrum hugurum þarna???? ég bíð spenntur að sjá hvað fólki fannst um þetta kvöld.

btw.
sigurvegarar:
kosin áfram af salnum: PAN
kosin af dómnefnd: Waste…

kv.
KurtC
Nirvana owna!