Cosmic Call - EP Ætla stuttlega að fjalla um fyrstu plötu íslensku hljómsveitarinnar Cosmic Call. Þetta er fyrsta platan þeirra, öllu heldur smáskífan og inniheldur 7 lög.


1. Cold hands
Geypilega grípandi bassalína í byrjun. Lagið byrjar alveg á fullu og róast svo örlítið þegar söngurinn kemur inn í. Skemmtilegt bjagað hljóð í sólo gítar undir.
Virkilega melódískt og skemmtilegt lag. Flottur stíll á söngnum. 4/5


2. It‘s OK
Rólegt fiðlulag. Bjagaði gítarinn enn á sínum stað. Ekki mjög grípandi lag að mínu mati, vantar allan kraft í það miðað við Cold Hands. Finnst söngurinn alltof kraftmikill fyrir þetta lag, þeas. miðað við stýlinn á röddinni hans. 2/5


3. Lightbulbs
Flottir hljóðgervlar í byrjun, skemmtilega ferskar basic trommur undir. Krafturinn sem vantaði í It‘s OK kominn í lagið, kemur virkilega flott út. Grípandi viðlag með skemmtilegu lágu gítarsólói. Skil ekki textann að vísu, en hann virkar. Ferskur endir. 4/5


4. Hangin‘ On

Annað mjög kraftmikið, þó rólegt lag, virkilega fresh gítar í byrjunn yfir rólegan synth. Finnst brúin í þessu lagi vera frábær. Þegar hann segir „you came in to my heart with love but it passed me by“ finnst mér vera toppurinn á laginu, finnst þetta frábær lína. Verðið að heyra þetta til að átta ykkur á þessu. 5/5


5. Owls
Lagið þar sem ég áttaði mig á því hvað þessi stíll hans á röddinni getur verið pirrandi til lengdar. Alltof ýktur söngur og að mínu mati frekar lélegt viðlag. Virkilega einsleitt og óspennandi lag. Botninn á plötunni náð. 1/5


6. Wanted

Skemmtileg tenging úr afturverkuninni í gítarnum úr Owls í byrjunninni á laginu. Ferskt byrjun, svo finnst mér lagið hrapa örlítið niður þegar söngurinn kemur inní. Skemmir þó ekki fyrir alveg heildina því viðlagið er ágætlega grípandi og skemmtileg hóp bakrödd. Ennþá of ýktur stíll í röddinni fyrir minn smekk. Brúin virkar ágætlega, flottur ágengur snerill með röddinni. 2/5


7. Fallin´
Skemmtilegur Sigur Rósar fílingur í byrjun, bassinn hljómar virkilega vel. Öðruvísi lag en hin, en þó ágætis ástarljóð. Frekar einsleitt lag, ekki mikið að gerast, en líklega það sem þau ætluðu sér að gera með þetta lag. 2/5



Platan hljómar mjög vel og er greinilega gerð af fagmönnum. Ekki hægt að neita því að hér er frábær hljómsveit á ferð sem mun gera fullt af flottum lögum í framtíðinni. Féll algerlega fyrir nokkrum lögum á plötunni en fannst röddin örlítið of ýkt á köflum.
Glæsileg fyrsta smáskífa. Gef plötunni þrjár af fimm stjörnum.

***