Plötugagnrýni: The Coma Cluster - Observation Þessi plötugagnríni er þýdd úr grein sem erlendur rýnir skrifaði um þetta íslensk-japanska band.

The Coma Cluster - Observation

Observation er ein mest hrífandi og margbrotnasta plata sem mér hefur verið send til umfjöllunar síðan þetta blogg var stofnað - hún er einnig eftir köflum óróleg, ósamhljóma og áskorun, en eftir að hafa rannsakað bakgrunn þessa avant-garde spacerock hugarfósturs, fékk ég það sterklega á tilfinninguna að þetta hafi verið verið hluti af markmiði höfunda.

Til að byrja með er rétt að minnast á landfræðilega uppbyggingu hljómsveitarinnar. Þó að drifkrafturinn og upphafspunktur hafi verið hjá íslensku tónlistarmönnunum Hallvarði Ásgeirssyni og Siffvilnius, þá er þessi plata gerð möguleg með samvinnu netsins - þannig má segja að hún hafi verið gerð í þrem heimsálfum og fjórum löndum. Með hagnaði af samvinnu á milli heimsálfa þá taka þeir fram á vefsíðu sinni að eitt lag, gAldur hafi verið flutt opinberlega í Sameinuðu Þjóðunum að viðstöddum Ban Ki Moon og Bill Clinton.

Svo er það þema plötunnar og bakgrunnur hennar, sem hægt er að skilgreina sem hugmyndafræðilega speglun á hvað er að gerast hér niðri á Jörðinni, túlkaður sem skoðun (Observation) á okkar veikbyggða iðnvædda kerfi af stofni sem er margfalt tæknivæddari en við. Þema hennar var þó yfirtekin af alþjóðlegri fjármálaóreiðu og krefishruni sem, eins og við vitum, kom sérstaklega illa niður á Íslandi.

Þessi breiðu og ójarðnesku hljóð veitla út úr landi sem, mig hefur alltaf langað mikið til að heimsækja einfaldlega vegna hversu ‘afskekkt’ það er, endurspeglar þær margþættu hamfarir sem við höfum valdið sjálfum okkur og hafa verið skapaðar fyrir okkur af valdamönnum, hvort sem þeir vinna fyrir opnum tjöldum eða í skugganum. Sem slík, þá er þetta myrkraverk þar sem uppbyggingin kristallast í voninni og fegurðinni er kemur í gegn eins og skerandi ljós í miðju vonleysinu sem við stöndum í.

Þetta er plata sem erfitt er að skrifa um í hefðbundnum ramma tónlistargagnrýni, þar sem á bakvið hina hljómfræðilegu sýn er flókin hljómfræðileg uppbygging sem er lýst af höfundi sem “ný hljómfræði er lýsir samtímamenningu okkar frá fjarlægu sjónarmiði.” Ég get sagt að platan inniheldur úthugsaða sýn ógnunar, þar er meðvituð sýn óróleika rennur sannfærandi í gegnum frjálst form tónlistarinnar. Þetta verk krefst óskiptrar athygli hlustandans.

Ian Abrahams
Blaðamaður og tónlistargagnrýnandi
http://spacerockreviews.blogspot.com/