Hvað er að Radíó X? Þetta hefur fólk á Huga velt fyrir sér síðustu misserin. Fyrst kvörtuðu menn yfir Þossa greyinu, en þegar hann var rekinn fylltust allt í einu allir miklum söknuðu. Þá var farið að sparka í eitthvað stelpugrey sem tók við sökkvandi skipinu.

En hvað er svo að Radíó X? Einu sinni var þetta góð stöð, segja þeir elstu í hópnum og hverfa aftur í huganum til 1997, eða hvenær sem það var. Leið X-ins til helvítis hófst þegar Ameríkanarnir tóku stöðina yfir og gerðu hana að sterílli amerískri háskólaútvarpsstöð - College radio. Þeir komu með hina skelfilegu pleilista sem gerði útvarpsfólk að zombíum og gerði það að verkum að sömu helvítis lögin eru ofkeyrð þangað til allir nema mestu vatnshausar fá ógeð.

Í þessu fari er Radíó X í dag: Endalaus endurtekning á leiðinlegum lögum - andlaust útvarpsfólk að mestu (Hver nennti að td að hlusta ef Tvíhöfða nyti ekki við?) - og hrikalega mikil áhersla á sviplausu og mónótónísku amerísku háskólarokki. Það er eins og þessir bjánalegu Ameríkanar hafi sett álög á stöðina sem hún er enn undir.

Leiðir til úrbóta: Algjör uppstökkun. Henda þessum pleilista. Hvernig væri að hætta þessari amerísku einstefnu og líta td til pleilistans á BBC Radio 1, Petre í Oslo eða bara eitthvað annað en Radio Bumfuck Wyoming. Þetta myndi hafa í för með sér að það yrði spiluð önnur tónlist en einhæft rokk með hvítum amerískum karlmönnum á aldrinum 18-25. Það myndi jafnvel heyrast í svertingjum og konum. Best væri þó auðvitað að sleppa alveg pleilista. Spila meira af íslenskra tónlist - og ekki bara þá sem hefur verið politically correct-samþykkt af Þossa. Bílskúrar landsins eru fullir af góðri tónlist.

Mín spá er sú að Radíó X verði aldrei aftur góð - og henni verður hugsanlega lokað þegar einhver snillingurinn á markaðsdeild fær þær fréttir frá Gallup að polka-útvarp myndi fá 0.012% meiri hlustun. Jakkafötin á yfirstjórn útvarpssviðs Norðurljósa sem ráða þessu öllu hafa engan áhuga á tónlist - þetta er allt spurning um að Nonni fái aur.

Því bið ég æðri máttarvöld (sem eru ekki til) um að Óli Palli verði sem lengst yfirmaður á Rás 2. Það er eina útvarpsstöðin sem rokkar.

Kærar kveðjur,
Droplaug