ég var ekki viss hvort þetta ætti ennþá heima undir rokki eða kannski poppi en ég ákvað að senda þetta hingað þar sem missirinn er stór fyrir okkur rokkaðdáendurna.
Það er komið að því.
Algjört fall uppáhaldsútvarpsstöðvarinnar minnar fyrrverandi stendur fyrir.
Radíó X er að renna í súginn hratt og örugglega.
Þetta byrjaði allt með “sameiningu” X-ins sáluga og Radíó. Þá tóku norðurljós við öllum útvarpsmarkaðnum og við þetta lækkaði hlustun mín á útvarp töluvert þar sem þættirnir á radíó X náðu aldrei þeim klassa sem Xið hafði verið með í áraraðir.

Svo fyrir stuttu eyðilagði einhver kona allt með því að reka langflest af góða starfsfólkinu, fyrir utan þá vinsælustu (Tvíhöfða og Ding-Dong, sem ég tel báða hafa orðið mjög slappa núorðið). Þá versnaði að mínu mati tónlistin svo um munar úr rokki ásamt aulalegu nu-metali í aulalegt nu-metal ásamt alanis morisette (hvernig sem maður skrifar það nú). þegar nú er komið við sögu var útvarpshlustunin mín orðin næstum engin nema einstaka sinnum tvíhöfða á morgnana meðan mar er í stærfðræði.

EN djöfullinn gefst ekki upp svo snemma og af einhverjum völdum kom hann því í kring að láta tvíhöfða líka hætta. Ég var að lesa þetta og reiðin gaus uppúr mér og ég varð að skrifa þessa grein.
Ég spái því að næsti morgunþátturinn á radíó X verði með gaur sem heitir svali og sé með gaddatattoo á hægri handleggnum.

Nú er endir rokksins í nánd og sé ég aðeins tvo möguleika eftir. Annar þeirra er að styðja sameiningu Radíó X og FM 957 þannig að þetta verði Radíó FM X 103.7.
Hinn möguleikinn er að við stöndum allir saman og segjum í kór eins og alþingismenn hið forna “Vér mótmælum allir”!!!
<A HREF="