Plötugagnrýni: Foreign Monkeys - π Ég vil byrja á því að segja að platan heitir ekki N eins og ég sagði á mynd sem ég sendi hér fyrir stuttu en hún heitir víst pí(get ekki komið með stafinn sjálfann).

Foreign Monkeys er fyrsta hljómsveitin sem ég var fullkomlega sáttur við að hafa unnið Músiktilraunir síðan ég byrjaði að fylgjast með þeim, en þeir voru um þriggja mánaða gamlir þegar þeir unnu. Krafturinn og riffin voru góð, þó söngurinn hefði mátt vera betri. Meðlimirnir á þeim tíma voru:

Bogi Ágúst Rúnarsson: Bassi
Bjarki Sigurjónsson: Gítar/söngur
Viðir Heiðdal: Trommur
Gísli Stefansson: Gítar

Mér finnst mjög skrítið að það tók þá nær 3 ár síðan þeir unnu keppnina að koma frá sér plötu. Þeir fóru einhverntímann árið 2006 eða -7 að taka upp plötuna en söngvarinn, Bjarki hætti í hljómsveitinni. Hinir ákvöðu nokkrum mánuðum seinna að halda áfram með hana og réðu gítarleikara sem heitir Leifur til að fylla í skarðið en Bogi og Gísli fóru að sjá um sönginn. Platan kom út í apríl en ég keypti hana fyrir nokkrum vikum.
Ég mun hafa þetta ágætlega smáatriðislega gagnrýni svo ég fer smávegis í öll 10 lögin.

1: Million 1:41

Fyrsta lagið byrjar með góðum krafti og finnst mér söngurinn og bassinn stela þessu lagi, bassin er vel heyranlegur og djúpur og finnst mér þetta reyndar vera best sungna lagið á plötunni.

2: Love Song 2:44

Ég er ekki að segja að hin lögin séu slæm, en þetta er LANG besta lagið á plötunni. Grípandi texti, mjög góð riff og smáöskrið í síðasta versinu kemur mjög vel út. Frábært lag.

3: Dundun 2:55

Á meðan trommutakturinn er sá sérstakasti á plötunni í þessu lagi, er söngurinn reyndar frekar venjulegur. Þetta kemur vel út og er hið ágætasta lag, þó endirinn minnir mig á eldgamla tölvuleiki af einhverjum ástæðum.

4: Black Cave 3:14

Hreinskilni sagt finnst mér þetta lag hvorki vera gott né slæmt, það er bara þarna. Ekki eins áhugaverð og skemmtileg og flest hin lögin.

5: Los 1:58

Mig minnir að Bjarki söng þetta lag(hef ekki plötuna á mér þegar ég skrifaði þetta), en það kemur ekki veg fyrir að mér finnst þetta lag vera það leiðinlegasta á plötunni. Ekkert mikið að gerast í því, og sama riff allan tímann(sem breytist reyndar aðeins í endanum)

6: Bibi Song 2:39

Eftir 2 óeftirmynnileg lög kemur eitt mjög skemmtilegt. Ég er reyndar soldið ósáttur með þessa útgáfu, það er búið að taka 1 ½ mínútu byrjunina sem var þegar þeir kepptu í Músiktilraunum. Samt eru flott riff í þessu og mjög góðar trommur.

7: Molla 3:22

Bassin er verulega góður í þessu lagi og sama má segja um viðlagið. Þetta lag inniheldur líka sérstakasta riff þeirra sem er lokariffið, kemur uppúr engu og passar lítið við restina af laginu.

8: Mr. Chimp 1:27

Áreiðanlega eina lagið sem kemst í samráði við Love Song, en bæði riffin í þessu lagi eru stórskemmtileg. Aðalgallinn við þetta lag er að það er allt of stutt, það byrjar og endur áður en þú veist af því.

9: Whemwhem 4:17

Ég þarf að sjá þetta lag live, aðalega útaf lokariffinu. Verulega flott og vel slammlegt. Hin hlutinn af laginu er fínn, þó ég man aðalega eftir þessum eina hluta.

10: Riggadowdow 6:13

Síðasta lagið á plötunni er ekkert sérstakt. Finnst lítið grípandi við það. 1 ½ mínútu eftir að lagið er búið kemur lokaspilið á plötunni og er það upprunlega byrjunin á Bibi Song. Það bætti þetta lag soldið.



Í heild er þetta fín plata þó hún hafi nokkra galla sem eru:
Bassin í nokkrum lögum er bara pirrandi, lélegt hljóð og of hár. Í lögum eins og Molla og Million passar hann samt fullkomlega.
Mér finnst vanta soldinn kraft í trommurnar, í heild gætu þær verið miklu kraftmeiri. ATH. Að ég er að gagnrýna trommuleikinn, ekki trommuleikarann sjálfann. Víðir er með kraftmestu trommurum landsins þannig að ég hafði smá væntingar yfir trommurnar þegar ég keypti trommurnar.
Síðan finnst mér nokkur nöfn á lögunum vera út í hött eins og Riggadowdow, Dundun, Whemwhem og Bibi Song. Aðeins of fáranleg, jafnvel fyrir þetta band.


Pí: Fín plata þó hún á ekki heima hjá hverjum sem er.

7/10

Ég afsaka málfæði og stafsetningavillur og vona að þetta hafi verið áhugavert og góð gagnrýni.

sabbath