Æskan og upphaf ferilsins
David Eric Grohl,oftast þekktur sem Dave Grohl, trommuleikari, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur fæddist í janúar 1969 og ólst upp í Washington.
12 ára gamall byrjaði hann að læra á gítar en gafst fljótlega upp á gítarnáminu og fór að spila í hljómsveitum með vinum sínum. fljótlega uppgötvaði hann pönk rokk og heillaðist af því. Hann spilaði í nokkrum hljómsveitum í skólanum en móðir hans lét hann síðan skipta um skóla þar sem marijuana notkun hans var farin að hafa áhrif á einkunnirnar hans.
Í nýja skólanum var hann í hljómsveit sem hét Freak baby. Á meðan hann var að spila á gítarinn hafði hann verið að dunda sér við að tromma á allskonar hluti inni hjá sér, og þegar mannabreytingar áttu sér stað í hljómsveitinni tók hans stöðu trommuleikara í hljómsveitinni og varð John Bonham trommari Led Zeppelin hans helsta fyrirmynd.
Sautján ára fór hann í áheyrnarprufu fyrir stöðu í hljómsveitinni Scream og laug þar til um aldur sinn og sagðist vera 20 ára. Án þess að eiga von á því var hann ráðin og tók upp tvær stúdíó plötur og nokkrar tónleikaupptökur með hljómsveitinni en það voru smáatriði miðað við það sem þessi hljómsveit átti eftir að að færa honum.

Nirvana
Meðlimir Scream voru miklir aðdáendur hljómsveitarinnar The Melvins og hljómsveitirnar mynduðu kunningsskap. Árið 1990 ákvað Buzz Osborne gítarleikari að taka tvo vini sína á tónleika með Scream. Þessir tveir vinir hans voru Kurt Cobain og Krist Novoselic, forsprakkar hljómsveitarinnar Nirvana.
Stuttu seinna hættu Scream störfum og á sama tíma voru Nirvana menn að leita að trommara þar sem að Chad Channings sem hafði verið að spila með þeim hafði hætt vegna þess að honum fannst hann ekki fá að taka nægan þátt í lagasmíðum hljómsveitarinnar.
Dave mætti í prufu hjá þeim og það var aldrei vafi um hvort hann yrði ráðin eða ekki.
Dave eins og forveri hans í hljómsveitinni lenti í því að verða farþegi í mótun tónlistar Nirvana og sat Kurt Cobain alfarið við stýrið og eru nánast allir textar hljómsveitarinnar eftir hann. Nirvana spilaði grunge tónlist sem var flokkað undir öðruvísi rokk eða “alternative rock” sem var skilgreining yfir tónlist sem að ekki gat flokkast undir hið klassíska rokk fyrri áratuga.Tónlistin er einföld en samt þétt. Hrár gítarhljómur og einfaldur en þéttur og fastur trommuleikur er einkennandi fyrir hljómsveitina og lögin eru flest frekar stutt eða í kringum 3 mínútur. Þótt að flest lögin séu frekar hröð með háværum,hráum og taktföstum hljóðfæraleik og söng sem er hálfgerð öskur eiga þeir líka lög eins og t.d Polly og Something in the way sem eru rólegri og söngurinn nær að njóta sín meira.
Meiri hlutin af lögunum fellur þó undir fyrri lýsinguna og tel ég að hún eigi betur við trommuleik Dave Grohl, þéttur og fastur trommuleikur með hi-hat-in hálf opinn og allt á fullu. Án þess að selja það dýrara en ég keypti það, þá á Dave að hafa lent í miklu basli með að spila með hljómsveitinni á tónleikunum Live in New York en þar fluttu þeir lögin í accoustic útgáfu og mátti því tromuleikurinn ekki vera jafn fastur og hávær og þegar þeir spiluðu lögin venjulega og átti það að hafa valdið honum erfiðleikum að þurfa að fara að spila laust.

Árið 1991 gáfu Nirvana út plötuna Nevermind sem að gerði hljómsveitina heimsfræga á einni nóttu með smellunum Come as you are og Smells like teen spirit. Platan markaði tímamót fyrir alternative rock, sem hafði fram til þessa einkennst af því að vera grasrótartónlist og hljómsveitirnar höfðu aðallega verið að spila á litlum klúbbum. Með Nevermind varð stefnan “mainstream” og varð vinsælasta form rokksins á tíunda áratugnum.
Trommuleikur Dave var mjög stór hluti af tónlist Nirvana og átti stóran þátt í velgengni Nirvana en þrátt fyrir það leit hann bara á sjálfan sig bara á einn af mörgum í langri röð trommara. Meðfram því að tromma hafði hann lengi dundað við að semja sína eigin tónlist en vildi aldrei sýna hinum í hljómsveitinni það, en hann var hræddur um að það gæti skemmt þennan einstaka hljóm sem að hljómsveitin hafði myndað sér ef að hann færi að reyna að hafa of mikil áhrif á tónlistina. Í staðin gaf han sjálfur út sitt eigið verk árið 1992, Pocketwatch, og í stað þess að gefa það út undir eigin nafni gaf hann það út undir listamannsnafninu Late!.
Nirvana gaf svo út sína þriðju plötu ,In Utero, út árið 1993 og hún varð eins og Nevermind mjög vinsæl og náði toppnum á flestum listum. Á þeirri plötu fékk Dave að taka meiri þátt í lagasmíðinni en á Nevermind.
8. Apríl 1994 fannst Kurt Cobain, söngvari hljómsveitarinnar látin heima hjá sér og hafði verið skotinn í höfuðið með haglabyssu, og hætti hljómsveitin störfum eftir það.

Foo Fighters
Eftir að Nirvana var Dave boðið að starfa með ýsmum, en hann afþakkaði öll þau boð og sagði að hann gæti ekki hugsað sér að sitja áfram á bakvið trommusett hjá annari hljómsveit því að það myndi stanslaust minna hann á Kurt og Kris. Í staðinn fór hann í stúdíó og tók upp hluta af því efni sem hann hafði verið að dunda sér við á meðan hann var í Nirvana. Hann tók upp öll hljóðfærin og söng öll lögin og kláraði efni í heila plötu á 5 dögum. Aðspurður sagðist hann njóta þess bæði að spila á gítar og syngja og að hann hafi viljað nýta tækifærið og gera bara það sem honum langaði til. Hann dreifði upptökunni undir nafninu Foo Fighters og vakti hún mikla athygli meðal fólks í tónlistariðnaðinum. Hann fékk plötusamning en vildi ekki að þessi plata myndi vera upphaf á sólóferli.
Hann fór því að leita eftir fólki til að spila með sér og ræddi meðal annars við félaga sinn úr Nirvana, Kris Novoselic en þeir voru sammála um það myndi ekki vera heppilegt og gæti orðið mjög óþægilegt fyrir aðra meðlimi hljómsveitarinnar, líklegast vegna þess að það myndi setja þá í þá stöðu að vera að fylla skarð Kurt Cobain.
Á endanum fékk han svo bassaleikarann Nate Mendel og trommuleikarann William Goldsmith úr hljómsveitinni Sunny Day Real Estate og svo gítarleikarann Pat Smear sem hafði spilað á gítar með Nirvana þegar þeir voru að túra.
Þeir ákváðu að taka ekki upp plötuna aftur sem að Dave hafði tekið upp sjálfur heldur var hún hljóðblönduð upp á nýtt af fagmönnum og kom út árið 1995, þannig að að fyrsta plata hljómsveitarinnar sem var samnefnd hljómsveitinni var öll spiluð af Grohl en þrátt fyrir það fengu hinir meðlimirnir prósentur af tekjunum sem hún skilaði.
Tónlistin sem fyrsta platan innihélt og hljómsveitin spilaði í upphafi er mjög lík því sem Nirvana höfðu verið að gera, nema þá kannski aðeins rólegri og söngurinn er ekki jafn mikil öskur og hafði verið hjá Kurt Cobain.
Dave segir að Kurt Cobain hafi verið mikill áhrifavaldur sinn á sýn sína á tónlist og að vinna með honum hafi sýnt honum fegurðina í hrárri og einfaldri tónlist.
Í sínum verkum sækir Dave einnig mikið innblástur frá Pixies þegar kemur að því að skipta lögunum í kafla þar sem erindin eru rólegir kaflar og viðlögin eru oft hærri, og það er mjög einkennandi að mínu mati fyrir tónlist Foo Fighters.
Í textasmíðum segist Grohl mikið sækja í eigin hugsanir og vandamál og að bæði skilnaður foreldra hans þegar hann var 6 ára og dauði Kurt Cobain og allt sem því fylgdi hafi valdið honum miklum erfiðleikum. Til dæmis segir hann að lagið Let it die fjalli að stórum hluta um Kurt og Courtney Love ekkju hans og talar hann þar t.d um Kurt Cobain eftir að hann dó.

A heart of gold
But it lost it’s pride
Beautiful veins
And bloodshot eyes
I see your face
in another light

Í einu viðtali lýsir hann því að þegar hann var lítill hafi hann stundum tekið upp sjálfan sig að tala um það sem var að angra hann og svo þegar hann hafi hlustað hafi það verið hálf skrýtið, og það sé oft erfitt að segja hlutina upphátt en þegar það séu kannski 10.000 manns að syngja það með sér verði það miklu auðveldara.

Þegar Foo Fighters voru í tökum á sinni annari plötu lenti myndaðist mikil spenna milli Dave og Goldsmith en Dave lét Goldsmith taka 96 upptökur fyrir eitt lag og eyddi 13 klst. Í upptökur á öðru lagi. Dave fór svo með það sem búið var að taka upp fyrir plötuna heim til sín og tók upp trommurnar fyrir eitt lag og heillaðist af því og skellti hljómsveitinni allri aftur í stúdíó þar sem öll platan var tekin upp aftur með hann sjálfan á trommunum, án þess að Goldsmith vissi af því. Goldsmith sagði sig svo skiljanlega úr hljómsveitinni í framhaldi af þessu.
Dave virðist þannig að mínu mati vera þannig að það henti honum best að láta stjórna sér eins og var í Nirvana eða þá að stjórna alveg sjálfur því sem hann er að gera.
Hann hefur til dæmis sagt í viðtali að þegar hann hafi tekið upp fyrstu plötu Foo Fighters hafi hann náð að heyra tónlistina í höfðinu áður en hún var fullkláruð því að hann var svo viss á því hvernig hann ætlaði að gera hlutina.

,,Writing and recording songs for the first Foo Fighters album by himself, Grohl wrote the guitar riffs to be as rhythmic as possible. He approached the guitar similar to how he approached playing a drumkit, assigning different drum parts to different strings on the instrument. This allowed him to piece together songs easily; he said, “I could hear the song in my head before it was finished.”

Foo Fighters hafa skapað sér stórt nafn sem rokkhljómsveit og eru mikils metnir og Dave Grohl er hátt skrifaður í tónlistarheiminum. Sem dæmi um það má nefna að Dave fékk John Paul Jones, bassaleikara Led Zeppelin til þess að spila inn á plötu með sér. Stuttu seinna fékk hann svo símhringingu frá Jones þar sem að hann bauð honum að sitja við borðið sitt þegar Led Zeppelin yrðu teknir inn í frægðarhöll rokksins eða “Rock and roll hall of fame”. Þar sat hann með ekki minni mönnum en Jerry Lee Lewis og Jimmy Page , auk barna John Bonham.
Einnig var Dave Grohl og Taylor Hawkins sem var eftirmaður Goldsmith í hljómsveitinni, boðið að spila með Queen þegar þeir voru teknir inn í frægðarhöllina, og fékk Dave m.a.s það vandasama hlutverk að fylla skarð Freddy Mercury í laginu Tie your mother down. Þetta boð hafði komið í kjölfar þess að Brian May gítarleikari Queen hafði spilað inn á plötu með Foo Fighters.

Annað
Þrátt fyrir að vera nú aðallega í hlutverki gítarleikara og söngvara hefur Dave verið fengin í ýmis verkefni þar sem hann hefur spilað á trommur og leyst þau með prýði og ber þar helst að nefna þegar hann var fenginn til þess að taka upp allan trommuleik inn á plötuna Songs for the deaf með hljómsveitinni Queens of the stone age.
Mér finnst að á þeirri plötu komi trommuhæfileikar hans mun skýrar fram og er að sýna meiri og flóknari tækni sem trommuleikari heldur en hann gerði með Nirvana.
Í kjölfar þeirrar plötu túraði hann svo með hljómsveitinni og var það í fyrsta skipti sem hann spilaði opinberlega á trommur síðan hann lék með Nirvana.
Hann hefur líka séð um allan trommuleik fyrir tvíeykið Tenacious D, og kom fram í kvikmynd þeirra Pick of destiny þar sem hann leikur djöfulinn.
Auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum smærri verkefnum, oftast sem trommari en einnig sem söngvari og lagahöfundu