okei, núna fyrir ekki svo löngu var uppstokkun á radíóx og fólki hent og nýtt fólk sett í staðinn. Allir urðu auðvitað brjálaðir enda var þetta aðgerð sem var beint á móti gagnrýninni sem er búin að vera lengi á radíó-x, þeas. að spila almennilegt rokk, en ekki froðupoppið, en í staðin auka þeir froðupoppið. okei, þið eruð örugglega öll búin að lesa einhverja svona grein einhverstaðar. það sem ég vill bæta við þessa týpísku radíóx grein mína er þetta:
í fyrsta lagi, þá finnst mér asnalegt að gagnrýna nýja útvarpsstjórann bara af því að hann er kona, það er rugl. Hún er nú alveg að koma með ágætis stefnubreytingar líka(t.d. meira gamalt og meira íslenskt)… en aðalatriðið er þetta:
Hvernig komum við, “alvöru rokkararnir” í veg fyrir að radíó verði verra en FM (það er á góðri leið í að verða það). það er aðeins ein leið, og það er að hringja og biðja um óskalög, senda e-maila og bara allt, allan helvítis daginn. það er það eina sem við getum gert, en það mun hafa áhrif. þegar þossi var fyrir einhverjum mánuðum að verjast gagnrýni á radíó-x, þá sagði hann að t.d. creed væri svo oft beðin um, og þess vegna væri hún spiluð svo mikið. þess vegna þurfum við bara að hringja og röfla allan daginn, og þá ættum við einfaldlega að geta breytt radíó til baka. það þýðir ekkert að gefast upp og segja bara “ohh, radíó er dáið, hættum bara alveg að hlusta á það” við verðum bara að berjast gegn radíóx ef við viljum fá almennilegt rokk útvarp til íslands!!!!!

takk fyrir lesturinn…
Nirvana owna!