Plötugagnrýni: We Made God - As We Sleep Ég mun líklegast koma með plötugagnrýni einu sinni á mánuði svo lengi sem ég nenni því. Ég tek plötugagnrýni óháð hvenær platan kom út.

Ég heyrði fyrst í We Made God á sjónvarpsupptökum frá Músiktilraunum 2006 og hafði þá verið starfandi í 2 ½ ár. Ég heillaðist af þessu eftir að hafa hlustað á lagið sem var á upptökunum(sem heitir Deir Yassin) nokkrum sinnum. Reyndar fannst mér þetta úrslitakvöld vera það besta síðan ég byrjaði að fylgjast með Músiktilraunum sem var 2004 og sé frekar eftir því að hafa ekki farið á þetta kvöld(enda bý ég í einhverri fjarlægð frá Reykjavík og var ekki að styðja neina ákveðna hljómsveit).

Þó ég var fullkomlega sáttur að Foreign Monkeys unnu keppnina var ég samt frekar hissa að þeir unnu þetta ekki, enda var þetta frumlegt, drulluþétt, skemmtileg og frábær frammistaða.

Lítið heyrði ég í We Made God þangað til árið 2008 þegar ég sá þá á tónleikum með Agent Fresco, þetta var góð frammistaða hjá þeim(heyrðist reyndar lítið í öðrum gítarnum). Eftir þetta var myspace-síða þeirra nauðgað og platan þeirra, As We Sleep, var síðan keypt stutu síðan og var líka nauðgað í gegn.

Ekki veit ég um hvort mikil meðlimaskipting var áður en þeir kepptu í Músiktilraunum og eru núverandi meðlimir eftirfarandi:

Magnús Bjarni Gröndal: Söngur/Gítar
Birkir Freyr Helgason: Trommur
Arnór Ármann Jónasson: Gítar
Steingrímur Sigurðarson: Bassi


EP-platan þeirra, As We Sleep, kom út 27. mars 2008 og innniheldur lögin:

1: Gizmo 4:55
2: Bathwater 4:51
3: Sub Rosa 3:21
4: Deir Yassin 4:26
5: Theory In Progress 5:41
6: The Colour 16:21(inniheldur aukaefni sem byrjar á 9:27, lagið sjálft endar á kringum 4:20)

Samkvæmt lýsingu þeirri hérna er We Made God:
Hljómsveit sem ætlar sér að búa til eitthvað nýtt og er óhrædd við það að prufa nýjar leiðir til að komast þangað. We Made God er ekki eitthvað sem maður getur lesið um. Maður verður að sjá We Made God til að trúa.

Þessi lýsing lýsir þeim vel þar sem þetta er rosalega tilraunakennd tónlist hjá þeim. Öll lögin á plötunni eru frábær og ekkert sem er verra en hin þó mér hefur fundist Bathwater vera besta lagið með þeim síðan ég heyrði það fyrst.

Lögin innihalda ekki langa texta, en þeir eru samt mjög flottir(textinn úr Bathwater er í undirskriftinni minni, það sem er með gæsalöppum). Allt er í toppástandi á plötunni, og þá er ég að tala um bæði hljóðfæraleik og hljóðið.
Söngurinn og gítararnir(og bassinn þá með) eru það sem heilla mig mest við þessa hljómsveit. Riffin eru mjög góð, melódíurnar eru frábærar, fiðluboginn á annan gítarinn er flottur og samspil gítarana er mjög góð.
Magnús nær vel hátt í söngnum hjá sér og nær þar að auki láu röddunum(vantar betra orð, hlustið t.d. á Theory In Progress) vel þar að auki.
Trommurnar eru þar að auki þéttar en soldið einhæfar(en það skiptir ekki máli því þessi hljómsveit byggist ekki upp á fjölbreytileika í lögunum).
Hljómsveitin var í síðasta mánuði í Bretlandi til að kynna plötuna og veit ég ekkert hvernig það gekk, þó ég vona að það hafi gengið vel. Ég reyndar missti alveg af styrktartónleikunum og sé hræðilega eftir því.

Þetta var með betri plötum sem ég kynnti mér árið 2008, og er besta íslenska EP-plata sem kom út 2008 með Inhumane með Diabolus.
Ég mæli með að allir kynni sér þetta band, það er síðan álitsmál hvort þið fílið það sem þeir gera eða ekki.

Myspace(sem inniheldur 4 af lögunum á plötunni.
Gizmo
Rosalega svöl mynd

Vona að þetta hafi verið áhugavert. Og já, ég veit að greinin er soldið lítil.

sabbath

PS: Veit einhver hvort einhver af þeim séu í öðru bandi?
Ég veit reyndar að Birkir er í Dormah og Gordon Riots(Keppti á móti honum í úrslitum Músiktilrauna 2007. Kaldhæðnislega, lenti hann aftur í 3. sæti)