Plötugagnrýni: Black Sabbath - Heaven and Hell Fyrir þá sem munu fara að tala um af hverju ég setti þetta hér en ekki inn á metal er út af því að ég vil virkja þetta áhugamál og mér finnst þetta plata vera á milli rokks og metal.

Heaven and Hell er plata eftir bresku hljómsveitina Black Sabbath sem kom út 25. apríl árið 1980 frá útgefandnum Vertigo. Platan kom tveimur árum eftir að 8. platan þeirra, Never Say Die kom út, en sú plata var sú síðasta sem Ozzy Osbourne söng á en hann var rekinn 1979. Hann var farinn að dosa og drekka of mikið og vegna þrýstings frá Vertigo og vegna hugmyndarskorts Ozzy var ákveðið að reka hann. Bill Ward sagði það við hann en samkvæmt mínum heimildum var hann fullur(sem hann var frekar oft)þegar hann rak hann.

Sharon Arden, dóttir umboðsmann þeirra, og síðverandi eiginkona Ozzy, mældi með fyrrverandi söngvara Rainbow, Ronnie James Dio, til að fylla upp í skarðið. Dio gekk í liðs við þá og þeir fóru að semja nýtt efni. Vegna þess að Dio syngur miklu öðruvísi en Ozzy breyttist tónlistinstefna Black Sabbath á þessari plötu, sem sést mjög vel. Á meðan var Ozzy að jafna sig eftir að hafa verið rekinn og var að vinna við að byrja sóló-feril, sem tókst síðan mjög vel.

Meðlimir Black Sabbath á plötunni Heaven and Hell voru eftirfarandi:

Ronnie James Dio: Söngur
Tony Iommi: Gítar
Geezer Butler: Bassi
Bill Ward: Trommur
Geoff Nicholls: Hljómborð, eitthvað af bassanum í studio-inu.


Öll lögin á plötunni eru samin af þeim, en vegna drykkjuvandamáls Bill Ward og að Geezer Butler hætti tímabundið er ekki vitað hversu mikið þeir sömdu. Bill segir að hann hafi enga minningu þegar var verið að vinna við plötuna.
Ronnie James Dio semur alla textana.

Lögin, og lengdin, voru eftirfarandi:
1: Neon Knights – 3:49
2: Children of the Sea – 5:30
3: Lady Evil – 4:22
4: Heaven and Hell – 6:56
5: Wishing Well – 4:02
6: Die Young – 4:41
7: Walk Away – 4:21
8: Lonely is the Word – 5:49

Öll lögin eru mjög góð en þau sem standa uppúr að mínu mati eru Neon Knights, Die Young og Heaven and Hell sem er með betri lögum sem Black Sabbath hafa samið frá upphafi.
Heaven and Hell er plata sem allir aðdáðendur Black Sabbath ættu að eiga og fleiri.
Þótt mér finnst þessi plata vera góð finnst mér 1.,2.,3.,5. og 6. plötur þeirra vera betri, enda elska ég Ozzy Osbourne árin. Fyrir þau sem vita ekki hvaða plötur þetta eru þá eru þetta plöturnar:
Black Sabbath
Paranoid
Master of Reality
Sabbath Bloody Sabbath
Sabotage


Dio gerði eina plötu í viðbót með þeim sem bar nafnið Mob Rules(Vinni Appice spilaði á trommurnar á þeirri plötu því áfengisneysla Bill var orðin að gríðarlegu vandamáli) og eina live-plötu, Live-Evil, en hann hættir síðan og byrjaði sóló-feril sinn. Hann er núna í hljómsveitinni Heaven and Hell sem er skipuð þar að auki Vinnie Appice, Geezer Butler og Tony Iommi.

Hérna er síðan myndbandið yfir laginu Die Young
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=frtJQFe9apw&feature=related


Hvernig finnst ykkur platan?