Creatures of the Night - KISS Creatures of the night - KISS

Þessi plata er uppáhalds KISS diskurinn minn, Og reyndar bara ein af mínum uppáhlds diskum. Og þetta er líka fyrsti diskurinn sem ég keypti mér sjálfur og fyrsti KISS diskurinn minn. (átti einn annan disk, og það var fyrsti diskurinn með KoRn)

Creatures of the Night var stór breyting fyrir KISS þegar hún kom út 1982. Seinustu plötur voru engann veginn vinsælar og túrar gengu mjög illa. Það var hætt við unmasked túrinn og Það var bara enginn túr fyrir Music from the Elder (wonder why…) (Killers var að mesu leiti safnplata svo það ver heldur enginn túr fyrir hana). KISS voru hættir að spila hard rockið sem einkenndi þá á þierra bestu plötum og voru farnir í eitthvað pop og leiðindi. en stefnu breytinginn hjá þeim kemur mani samt ekker á óvart þar sem að í kringum 1980 var line-uppið hjá KISS ekki allveg að virka. Það var glænýr trommari sem þeir þurftu að aðlagast Og Ace Frehley, lead gítarleikarinn var í tómu tjóni með áfengi og rugl. Svo að plöturnar á þessu tímabili voru mikið unnar með session tónlistarfólki.

Creatures Of the night var samt eitthvað allt annað. Mjög þung og eiginlega bara metal plata. OG það er sérstakt því að fyrir þessa plötu voru þeir í poppi, og eftir þessa plötu fóru þeir í 80's glamið. það var ekki fyrr en 10 árum síðar á Revenge (1992) sem þeir gáfu aftur út svona þunga plötu. Þetta var seinast platan þar sem þeir notuðu make-up í mörg ár seinast platan sem Ace Frehley kom eitthvað nálægt. Þó hann hafi í raunninni ekki gert að. Hann vann ekektr að plötuni, spilaði ekkert og á fyrstu tónleikunum áður en hann hætti mime-aði hann bara því hann kunni ekkert lögin. Ace er minn uppáhalds Kiss meðlimur en samt átti hann ekkert í uppáhalds plötinni minni. En það var aðalega Vinnie Vincent, eða the Ankh Warrior sem spilaði lead gítarinn. Aðrir sem sáu um lead gítar voru Paul stanley (I Love It loud), Bob Kulick(Bróðir Bruce Kulick(Danger, og Jimmy Haslip sá um bassann)), Robben Ford (Rock and Roll Hell og I Still lOve you), Steve Farris (Creatures of the Night, adam Mitchell sá um rythma gítarinn þar). Vinnie vincent sá um restina af lead gítarleik og Paul Stanley um rythm gítarinn. Gene Simmons sér svo auðvitað um bassann (nema á danger og I still love You) og Eric Carr um trommurnar (og bassann á I Still lOve You). Paul og Gene skiptast svo á söngnum.

Túrinn fyrir plötuna gekk illa og platan seldist ekkert voðalega vel… nemaí brasilíu. Paul Stanley brjálaðist einu sinni á tónleikum á túrnum þegar hann kastaði nögl lengst útí salinn og hún lenti á gólfinu. Það voru alltof fáir sem mættu, en þeir he´ldu risastóra tónleika í Brasilíu og fengu mjög góðar viðtökur þar. Þetta var semsagt seinasti túrinn sem innihélt þá með make-up og fyrsti túrinn hans Vinnie vincent. Túrinn innhélt 56 gig, og bara einum stað var cancelað. Sem eru smá vonbrigði þar sem að túrinn var 10 ára afmælis túrinn þeirra. lagalistinn fyrir ´tonleikana innhélt lögin Creatures of the Night, Detroit Rock City, Cold Gin, Calling Dr. Love, I Want You, I Love It Loud, Firehouse, War Machine, Love Gun, God of Thunder, I Still Love You, Black Diamond, Strutter og Rock and Roll All Nite

Hér er svo lagalistinn fyrir plötuna:
Creatures of the Night (Paul Stanley og Adam Mitchell)
* Söngur - Paul Stanley
Saint and Sinner (Gene Simmons og Mikel Japp) – 4:50
* Söngur - Gene Simmons
Keep Me Comin' (Stanley, Mitchell) – 4:00
* Söngur - Paul Stanley
Rock and Roll Hell (Simmons, Bryan Adams og Jim Vallance) – 4:08
* Söngur - Gene Simmons
Danger (Stanley og Mitchell) – 3:55
* Söngur - Paul Stanley
I Love It Loud (Simmons og Vinnie Vincent) – 4:12
* Söngur - Gene Simmons
I Still Love You (Stanley og Vincent) – 6:06
* Söngur - Paul Stanley
Killer (Simmons og Vincent) – 3:19
* Söngur - Gene Simmons
War Machine (Simmons, Adams, Vallance) – 4:13
* Lead vocals - Gene Simmons

#1. Creatures of the Night 10/10

fyrsta lagið, titillagið og að mínu mati besta lagið. Ég man eftir hvað það var magnað að vera 13 ára og heyra þetta lag. Fyrsta KISS lagið sem ég nokkurntímann heyrði, og mér fynnst það enþá æðislegt. Það er með mögnuðum trommum (svona miðað við KISs) og gítarinn (ekki spilaður af KISS) er geðveikur. alternate pickaður taktfastur taktur í versinu og einfalt viðlag. Textinn er góður, enda Paul Stanley góður textasmiður og catchy stöff Trommurnar eru áberandi góðar og Eric Carr sýnir hvað hann getur. Gítarlickin er mjög sterk, flott floyd rose notkun og sóló sem grípur mann. Það er stutt, hægt en samt grípandi. Lagið er allveg merkilega frábrugðið öllu ðru sem KISS hefur sent frá sér og örugglega þyngsta lagið á plötuni. Vocalið hjá Stanley er líka magnað, og hann notar röddina sína mjög vel að venju. Að mínu samt eitt af hans bestu vocal momentum. Tekur þett líka mjög vel 10 árum seinna á Alive III.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=wcmZeNQsyck

#2. Saint and Sinner 8/10

Gene Simmons lag, sem er að mínu mati er ekki jafn skemtilegur söngvari og Paul Stanley en hann syngur þatta vel. Þett er þétt lag með flottum trommum sem fylgja vel á eftir riffunum. gítarin einkennist af fáum slögum, ólík titillaginu þar sem það er sífelt pikk í gangi. Gefur þessu rólegnn fýling, þangað til í viðlagin, sem kemur inn nokkuð seint en þá kemur flott riff þar sem allt fylgir á eftir röddinni. Röddin og trommurnar. Bassinn er þéttur þessu lagi og mjög áberandi. Gene hefur nokkuð yfirvegaða rödd þarna en nokkur mjög góð móment. Þetta var alltaf eitt af mínu uppáhalds í gamla daga en núna fynnst mér það aðeins of tómt :/ Gene tekur eitt vúhú fyrir sóló-ið sem hann er vanur að gera. Sólóið er catchy og rólegt. Ekki nógu mikill hraði í því kannski, en það fittar samt mjög vel inní lagið. Of mikil laglína án alls skrauts samt fynnst mér. Vinie Leikur sér ekki nógu mikið, vantar allann Ace í þetta :( Outró sólóið er samt með öllu betra en því miður fadar það fljótlega út.

#3. Keep Me Comin'7/10

Hefur alltaf fundist þetta eitt af “kiss-legustu” lögunum á plötuni, enda Paul Stanley lag sem hefur þennan catchy chorus og riff. Gítarinn er samt soldið nýr í pre-chorusinum. Lagið verður kannski smá langdregið útaf miklum endurtekningum enda er 70% af laginu bara línan hans Pauls, “Gotta keep me coming!” en hann pullar það off eins og allt annað. Vinnie leikur sér smá í sólóinu og það er flott, en ekkert magnað. Svona týpískt Hard Rock/blues rock sóló.

#4. Rock and Roll Hell 8/10

Komið að Gene aftur með mjög flott lag. fyndið hvað bassinn er alltaf miklu meira áberandi í hans lögum.Nokkur mjög góð vocl moment hjá honum og góður chorus. flott phaser notkun líka í versinu. flottur pre-chorus sem undirbýr mann vel fyrir chorusinn. sólóið er aðeins of stutt, þetta var mjög góð byrjun á sólói, en það vantaði allt kjötið í það. flottar harmonics líka í versinu sem gefa flottan tón. Virkilega gott lag í heildinna og einkennandi fyrir plötuna. Mætti líka halda að þetta sé soldið fyrir Ace Frehley þar sem hann var sokkinn djúpt í alkahólisma og þurfti frí frá öllu. En annars veit ég það ekki. þetta er bara ágiskun.

#5. Danger 9/10

Eitt þéttasta lagið á plötuni. Trommuleikurinn er líka geðveikur. Það er eiginlega eins og það séu tvö trommusett í gangi. Ef að Eric Carr gerir þetta bara á eitt trommusett hækkaði hann tölvuvert í áliti hjá mér þegar ég heyrði þetta. Lagið er þungt og hratt og keyrir vel áfram. Með þeim bestu á plötuni. Sóló-ið er spilað af Bob Kulick sem grerinilega kann á gítarinn. Hann er líka með soldið Delay á gítarnum sem lætur það virðast stærra. Vel spilað hjá honum og passar vel inní lagið og toppar flest önnur sóló á plötunni. Viðlagið er grípandi með sterkum söng og góðum pre-chorus. Það erlíka smá delay á röddinni í versinu sem gefur henni góðann hljóm í löngu nótunum. Eins og venjulega endurtekur Paul sig soldið mikið en ekki jafn mikið og í Keep Me coming. Endirinn er líka flottur, pirrar mig alltaf þegar lög feida svona út. Þetta bara hættir fljótlega.

#6. I Love It Loud 5/10

Að mínu mati er þetta veikasti punkturinn á plötuni. aldrei fýlað þetta lag mikið. En samt er þetta eins lagið sem fékk tónlistarmyndband og komst í 22. sæti á vinsældarlista þegar titillagið komst hæst í 34. sæti. Þetta er of einhæft lag og ekki nógu mikill gítar eins og svo oft í gene simmons lögum. Þetta er svona anthem lag kind of thing. Hann hefur líkelga viljað endurskapa það sem þeir gerðu með Td. Rock and roll all night en fann engann góann texta svo hann gerði bara yeah yeah yeah. Að mínu lagi verður lagi verst með þessari þögn sem kemur´i smá stund. Þá feidar lagið út í endann en kemur svo aftur en feidar aftur út og lagið er búið. Vantar allveg sólóið í þetta. Ef þessu feidi væri slept og það kæmi kröftugt sóló í staðinn mynd lægið batna svo rosalega mikið.
Því miður finn ég ekki vídjóið á youtube :/

#7. I Still Love You 9/10

Eina ballaðann á plötuni. Sem er í raun merkilegt miðað við allan fjöldann af ballöðum á seinustu plötum. Sem voru allar frekar crappy fynnst mér, en þessi er líklega sú besta frá KISS. Mjög svona hjartnæm og sorgleg. Paul stanley sagði reyndar í viðtali einu sinni að honum fannst í rauninni skrítið að hann hafi samið svona sorglegt lag á meðan hann var í mjög hamingjusömu sambandi. Viðlagið byggist mikið á opnum strengjum og bara einni og einni hækkandi bassanótu. Trommurnar eru góðar, en það er samt held ég hægt að gera betur á þessu lagi á rólegu köflunum. sólóið er mjög flott, og svona týpískt ballöðu sóló. ekkert sérstakt en samt góður hljómur í gítarnum sem passar vel inn. Lagið mætti hafa betri enda, en það feidar út með gítarsólói. Röddinn er mjög góð í laginu og þetta er já, allveg öruggleg besta KISS ballaðan að mínu mati.
Þettam yndband er að vísu af acoustic tónleikum en þeir skila því samt mjög vel. Ótrúlegt vocal þarna í endann.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=F3BjpnAyqh0

#8. Killer 8/10

Einfalt riff, söngur með reverb og delay og svo trommurnar og bassinn. Flott byrjun og góður Gene Simmons söngur flottur texti líka. mjög hresst lag. Mjög mellow samt. Chorusinn chatcy og góður. Miklar endurtekningar og en sólóið sólóið flott en ég held að gótt tap sóló eftir byrjunina hefði gefið laginu 9 í einkunn. Tiltölulega stutt lag samt og lítið um það að seigja. Hraður taktur og það keyrir þétt áfram. skemtilegt stöff eins og þegar “Crack the whip” kemur í textanum tekur Eric Carr eitt högg á symbala eins og hann sé svipa. En annars líitð að seigja.

#9. War Machine 9/10

Þetta er eitt besta Gene Simmons lagið að mínu mati. Kröftugt riff sem endur tekur sig of og lagið minnir soldið á God Of thunder. Mjög mikið Gene Simmons lag. Lagið er mjög ungt og mikið distortion á gíturunum. Sólóið innheldur soldið mikið whammy bar en hefur nokkur góð legato múv. Lagið er nú svo einfalt að það er lítið um það að seigja. Það fengi líkelgast 10 í einkun ef að sólóið væri sterkara og lagið aðeins hraðara eins og þegar þeir taka það live. Þessi útgáf hér er sú eina góða sem ég fann en þetta er af 2004 túrnum Rock the Nation.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=25OJMPwa6d4

Nennti ekki að leita að vídjóum, youtube er búinn að eyða þeim eiginlega öllum og netið útí skúr hjá mér er svo slow að ég nenni ekki að skoða þau. :/
Nýju undirskriftirnar sökka.