Við í grungesveitinni O.D. Avenue erum að leita okkur að trommara.
Þarf að hafa metnað og amk tvo tíma tvisvar í viku til að æfa.
Sakar ekki að vera fljótur að læra.
Við spilum allskonar grungeaða tónlist, erum með róleg lög með fiðlu, líka nokkur hress og einnig nokkur þung.
Erum að klára upptökur á fyrstu plötunni okkar í vor (þ.e.a.s það á bara eftir að taka upp söng) og förum að því loknu að spila mikið og kynna plötuna.

Erum búin að fá áhuga frá fólki erlendis og líka umboðsskrifstofum hérlendis.

Erum influenced af helling af sveitum, s.s. eins og Cave-In, Alice in Chains, Mark Lanegan, Qotsa, Portishead og mörgum öðrum böndum, sem mixast í þetta fína sound.

Í grunninn eru þetta frekar einföld lög sem við erum með í dag, en við erum að semja þyngri lög fyrir næstu plötu, þar sem að það komu bara “óvart” nokkur hress lög þegar við vorum að semja fyrir þessa plötu :)

getið kíkt við á myspace síðuna okkar myspace.com/odavenue

Endilega hafið samband
Krissi S:616-6000
odavenue@gmail.com
getið líka addað mér á msn kristjanhar@hotmail.com