Fyrir hvern einasta áratug síðustu aldar hefur ákveðinn tónlistarstíll einkennt hann. Fimmtíu og eitthvað var djazz og blús, sextíu og eitthvað var djazzblúsinn farinn að sameinast rokki auk þess sem hljómsveitir á borð við Beach Boys tóku að myndast. Sjötíu og eitthvað var Soul, Blús og Fönk tímabil mikið auk þess sem diskó og þungarokk byrjaði að færast í aukana. Áttatíu og eitthvað þekkja allir en þá kom hin alræmda eighties músík á skrið og rokk byrjaði að minnka, þar til áttatíu og átta, var eitthvað farið að gerast í rokkinu. Árið níutíu og eitt var rokkið meira og minna orðið að nýrri stefnu innan rokksins, Grunge. En svo fór tónlistin í undarlegar bylgjur. Europopp fór vaxandi en dó um miðjan áratuginn. Píkupopp varð til. Fyrstu alvöru boyböndin urðu til. R&B fór frá þeim eldri stíl (t.d. Jimi Hendrix) yfir í eitthvað svart kellingavæl. Rapp fór vaxandi og abstract tónlist svo sem Björk og Sigur rós varð það heitasta á tímabili. Með hvaða tónlistarstefnu verður nýliðins áratugar minnst? Það er af nógu að taka. Úps, ég gleymdi næstum allri tölvumúsíkinni, tripphoppinu, háskólarokkinu og Drum n' Bassinu, Raveinu og DJunum. Hvað á að gera? Þetta er miklu flóknara að stimpla en eigthies var! Hvað finnst ykkur?