Nú þegar allt bendir til þess að Radíó-X sé að breytast í létt-rokk stöð fyrir gamlar húsmæður í vesturbænum þá get ég ekki annað en spurt sjálfan mig, Hvað verður eftir fyrir okkur?

Á ungt fólk sem hlustar á útvarp bara að breyta um tónlistarsmekk og hlusta á FM95,7 með kríuskít í hárinu eða muzik 88.5 sem er eingöngu danstónlist og hip-hop. Hvar verður hægt að hlusta á þætti eins og Karate og Babylon? Fer allt batteríið yfir á Rás 2 og flytur síðan til Akureyrar eða Sauðárkróks?

Fyrir mitt leyti þá væri ég sáttastur við það að fá eitt stykki gagnvirkt Alternative-rokk-útvarp…

Mér gæti ekki verið meira sama um Ding Dong eða Tvíhöfða, þættirnir þeirra eru orðnir svo útþynntir að þeir eiga eftir að henta nýjum markaðshóp Radíó (X?) alveg ágætlega.

Ef það er einhver sem hefur það sem til þarf að reka útvarpsstöð og getur gert það sómasamlega þá væri ekkert vitlaust að hafa það Alternative stöð því með niðurrifi Radío-X þá var að losna alveg gríðarlega stór hópur sem er útvarpsþyrstur.

Þetta fjallar allt um framboð-eftirspurn og eftirspurnin er mikil en framboðið ekkert.

Kveðja, Pixie.