Delta (CH) Progressive/neoclassical rock/metal sveitin Delta frá Chile gefur á næstunni út sína þriðju breiðskífu sem ber nafnið Crashbreaker. Sveitin hóf feril sinn árið 2003 en þá gáfu þeir út sína fyrstu breiðskífu, Apollyon is Free, og önnur breiðskífa þeirra, Black and Cold, kom svo út árið 2006.
Þeir hafa skapað sér góðan grundvöll í heimalandi sínu og hafa til dæmis hitað upp fyrir Stratovarius, Symphony X, Vision Divine, Dream Theater og The Doors.
Í sumar fékk hljómsveitin samning við útgáfufyrirtækið Nightmare Records um dreifingu Black and Cold í Bandaríkjunum og Kanada og hefur það gengið vonum framar.
Sveitin er skipuð þeim Felipe del Valle (söngur), Benjamin Lechuga (gítar), Santiago Kegevic (bassi), Nicolás Quinteros (hljómborð) og Andrés Rojas (trommur).

Það er ekki oft sem maður heyrir svona tónlist frá þessum heimshluta, ef það gerist þá einhverntíma. Mjög hæfileikaríkir hljóðfæraleikarar hér á ferð og mæli ég með því að allir fylgist með þessari hljómsveit.

http://www.myspace.com/deltaofficial
“I'm one of those regular weird people” - Janis Joplin