Þar sem það virðist vera vinsælt áhugamál hjá fólki að rakka niður Radíó-X vil ég benda á að Rás 2 útvarpar tónleikum hljómsveita daglega klukkan 21. Næstu daga og vikur verður meðal annars eftirfarandi tónleikum útvarpað:

Þriðjudagur 29. janúar
Blúsararnir Gary Moore og Burr Johnson á tónleikum í Sviss
síðastliðið sumar

Föstudagur 1. febrúar
Tónleikar Manic Street Preachers frá því í Cardiff á síðasta ári

Fimmtudagur 7. febrúar
Garbage á Hróarskelduhátíðinni 1998

Þriðjudagur 12. febrúar
Bris og Útópía á Iceland Airwaves þann 18. október 2001

Fimmtudagur 14. febrúar
PJ Harvey á Hróarskelduhátíðinni 2001

Föstudagur 15. febrúar
Massive Attack á tónleikum í London árið 1998

Þannig að næst þegar ykkur dettur í hug að hneykslast á Radíó-X getið þið skipt yfir á Rás 2 og hlustað á eitthvað nýtt og skemmtilegt. Svo er náttúrulega Óli Palli á milli 14 og 16 á virkum dögum og Rokkland klukkan 16 á sunnudögum.

Lífið er ekki ömurlegt!
Drink mate! Get the noise!