Tónleikar á Organ þriðjudaginn 19. ágúst.

GAVIN PORTLAND
SKÍTUR
MUCK
+hugsanlega ein í viðbót.

Húsið opnar klukkan 21 og fyrsta sveit stígur á stokk klukkan 22.
Aðgangseyrir er 1000 íslenskar krónur.


Gavin Portland


Hljómsveitin Gavin Portland hefur legið í dvala um nokkurt skeið en nú eru meðlimir sveitarinnar búnir að leiða saman hesta sína á ný og eru að leggja lokahönd á að semja og æfa nýtt efni. Sveitin heldur erlendis að taka upp plötu þann 21. og eru þessir tónleikar nokkurskonar brottfarartónleikar. Efni af nýju plötunni mun verða leikið, ef til vill í bland við eitthvað gamalt og gott.

www.myspace.com/gavinportland


Skítur


Skítur úr Garðabænum verða þéttari og meira brútal með hverjum deginum sem líður. Á seinustu mánuðum hefur Skítur þróast úr því að vera eitt efnilegasta þungarokksband landsins yfir í eitt það besta. Nýtt efni sveitarinnar gæti fengið Gunnar í Krossinum til að headbanga.

www.myspace.com/skitur


Muck

Hljómsveitin Muck var að klára að taka upp 5 laga plötu á dögunum og má heyra hluta afrakstursins á mæspeissíðu þeirra. Þrátt fyrir ungan aldur sveitarinnar sem slíkrar og meðlimanna er Muck níðþung og minnir helst á blöndu af Breach og Neurosis með nettu screamo ívafi. Strákarnir eru iðnir við kolann þessa dagana og spólgraðir í þungarokkinu.

www.myspace.com/muckiceland


Soread the word!