The Saviour of Rock and Roll- Where are we going ? Um daginn heyrði ég lag í útvarpinu, það hét Party Hard og var með ungum drengi að nafni Andrew WK. Fyrst þegar ég heyrði þetta lag fannst mér þetta hlægilegt og var viss um að hér væri á ferð mesti sori seinni ára, eftir að hafa lent á þessu lagi nokkrum sinnum fannst mér það orðið snilld og að svona almennilegt rokk hefði verið það sem maður hafði verið að bíða eftir. Ég fór inn á netið og leitaði mér að upplýsingum um þennan mann. Ég komst að því að hann var að gefa út diskinn “I get wet” og kíkti á review sem ég fann og öll voru þau mjög svo jákvæð

Nokkrir Frasar

“His sound is furious, muscular and relentless!”

“I Get Wet' is an amazing experience”

“Resistance is futile, and the only question now is - having ripped apart modern rock music - what's Andrew WK going to do for an encore?”

“It makes you feel happy and energised. It rocks!”

“Just go out and steal a copy now!”

Þetta var fyrsti diskurinn sem ég hef keypt síðan Incesticide ´96 en allt eftir það hafa verið gjafir og skrifaðir diskar (Ég veit þetta er slæmt). Eftir að hafa hlustað á þennan disk veit ég ekki alveg hvað á ég að hugsa.. ef að þetta er framtíð rokksins eins og fólk vill meina þá er rokkið að fara þróast í allt aðra átt en það hefur verið að gera síðastliðin ár. Ég er enn á þessu melta stigi sem getur verið pirrandi til lengdar.
Það er eitt sem er víst, þetta rokkar en síðan koma svona 80´s píanó inn í þetta og ég veit ekki alveg hvort það er að virka.

Allavegana þá skrifaði ég þessa grein aðallega til að fá að vita hvernig þið fílið þetta, hvort þið hafið keypt diskinn og
AÐALLEGA : hvernig þið haldið að rokkið sé að þróast

PS það er til leikur :)
http://www.hollerdigital.co.uk/wk/game_gen.asp
_____________________________