Sonic Youth Sonic Youth er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Hef verið að hlusta mikið á þau undanfarið. Og hérna læt ég fylgja smá grein eftir mig.

Sonic Youth er rokkhljómsveit frá New York. Þau byrjuðu að spila árið 1981 en núverandi meðlimir hlómsveitarinnar eru Thurston Moore, Lee Ranaldo, Kim Gordon, Mark Ibold og Steve Shelley. Saga Sonic Youth byrjaði þegar gítarleikarinn Thurston Moore flutti til New York í byrjun ársins 1977. Moore var áhugamaður á pönki og varð því meðlimur í Coachmen kvartettnum eftir að hann flutti. Lee Ranaldo var þá var þá nemi hjá Binghamton University en varð aðdáandi af Coachmen, og urðu þá Moore og Ranaldo brátt vinir. Eftir lát Coachmen kynntist Moore henni Kim Gordon. Thurston Moore og Kim Gordon stofnuðu þá hljómsveit undir nafninu The Arcadians. Síðar spurði Moore hann Lee Ranaldo um að ganga til liðs við The Arcadians. Skiptust þau þrjú þá á því að spila á trommurnar, þar til þau kynntust Richard Edson, og bættist hann við í hlómsveitina. Brátt varð nafnið á hljómsveitinni í Sonic Youth. Nafnið varð til af miðnafni Fred “Sonic” Smith úr MC5, og “Youth” kom frá reggae tónlistarmanninum, Big Youth.
Meðal þeirra diska sem Sonic Youth hafa gert eru Dirty, Washing Machine og Sonic Nurse.


Heimildir:
http://www.wikipedia.org
og fleira…

ef að það er eitthvað sem ég hef skrifað vitlaust eða eitthvað álíka þá má endilega benda mér á það :)