Hvað er að gerast?
Indiekvöld Two Little DOgs
Hvar?
Á Organ
Hvenær?
Laugardaginn 1. mars kl 22.00
Kostar?
1000 kr.
Hverjir?
The Pains of Being Pure at Heart (US), Lada Sport, <3 Svanhvít, DJ Einar Sonic.




Það verður blásið til sannkallaðrar veislu á Organ á laugardaginn 1. mars. Fyrir utan að þá er haldið upp á 19 ára afmæli bjórsins á Íslandi, þá kemur hingað sjóðandi heitt indie band frá NYC og heldur magnaða og vafalítið nokkuð háværa tónleika.

Um er að ræða hljómsveitina The Pains of Being Pure at Heart frá New York sem leikur ásamt <3 Svanhvít og Lada Sport. Dj Einar Sonic mun svo sjá um hlaðborð af góðri tónlist fram eftir nóttu.

The Pains of Being Pure at Heart er skipuð fjórmenningum sem öll eru frá New York City. Kip Berman, Peggy og Alex Nadius stofnuðu sveitina í mars á seinasta ári í tilefni af afmæli Peggy. Þau þekktust öll áður og öll hlustuðu þau mikið á bresku sveitina Manhatta Love Suicides sem þá var að leggja í túr um vesturheim, en sú sveit leitar á áþekk mið og Singapore Sling hér heima. Pains of Being Pure at Heart var því fyrst um sinn undir miklum áhrifum af þeim og það leynir sér ekki í fyrstu upptökum þeirra sem smurðar eru með þykku lagi af rifnum gíturum og feedbacki. Nærtækara er þó að bera þau saman við sveitir eins og Wedding Present, The Mighty Lemon Drops eða Jesus and Mary Chain. Undir öllum látunum leynast þó grípandi popp perlur sem hættir til að festast í heilaberki hlustenda. Í raun hljóma lögin um margt líkt og eldri upptökur My Bloody Valentine, áður en þau slógu í gegn með Isn't Anything.

Trommuleikarinn Kurt Feldman bættist síðar í hópinn og hljómsveitin varð þá fær í flestan sjó og hefur síðan vakið efirtekt fyrir kraftmikla tónleika. Sveitin er þessa stundina á tónleikaferðalagi um gjörvallt Bretland, en Breskir tónlistarskríbentar halda vart vatni af hrifingu. Þess er því varla langt að bíða að hljómsveitin stimpli sig viðvarandi inn á landakort áhugamanna um framsækna rokktónlist.

The Pains of Being Pure at Heart hófu útgáfuferil sinn á að gefa sjálf út samnefnda EP plötu í ágúst í fyrra og tóku stuttan túr um Bandaríkin til að fylgja henni eftir, og lék þá á í það minnsta þremur stórum tónlistarhátíðum. Hið mjög svo virka og virta plötuútgáfa Cloudberry Records gaf svo út 3 tommu smáskífugeisladisk með sveitinni. Út er að koma 7 tomma hjá Atomic Beat Records í Bretlandi og í bígerð er 7 tomma hjá Slumberland Records sem og önnur útgáfa hjá Cloudberry Records. Þegar heim er komið eftir þennan túr þá stendur til að hefja vinnu við fyrstu stóru plötuna.


Myspace:
http://www.myspace.com/thepainsofbeingpureatheart
http://www.myspace.com/minnaen3svanhvit
http://www.myspace.com/ladasport


MP3:
“Come Saturday”:
http://www.twolittledogs.co.uk/promo/pains/painsofbeingpureatheart_comesaturday.mp3
“This Love is Fucking Right”:
http://www.twolittledogs.co.uk/promo/pains/painsofbeingpureatheart_thisloveisfuckingright.mp3
“The Pains of Being Pure at Heart”:
http://www.twolittledogs.co.uk/promo/pains/painsofbeingpureatheart_thepainsofbeingpureatheart.mp3



Nokkur “Quote” um sveitina:

“Incredibly melodic and beautiful tunes wrapped in layers of effected-guitars.”
indiepages.com

“…yet another up-and-coming New York band that will shock you awake – kind of like when Marty McFly plugs into that amp and gets blown away, literally…These songs are raucous and poppy and life-giving.”
Three Imaginary Girls

“Sugary boy/girl vocals, Jesus & Mary Chain's rain clouds and Darklands drum machine minus the face-melting noise.”
Stereogum

“The catchy boy/gurl harmonies of Kip and Peggy are cast upon a background of simple driving basslines, mechanical drums, keyboards and of course, a wash of ringing guitar distortion, creating a sound not too far off from 90s indiepop heroes, Black Tambourine or early MBV”
Skatterbrain

“Jangling guitars, girl/boy vocals. catchy and melodic songs which come from the same mould as My Bloody Valentine's Paint A Rainbow. Orchard Of My Eye is, pardon my French, the dog's bollocks. Excellent stuff!”
indie-mp3.co.uk

“Remember that time that girl you got all stupid nervous around in high school asked for a ride home one day, and then surprisingly kissed you before running into her house? Remember the ride home listening to some fuzzy-dreamy-pop song, taking the long way home on purpose? No? Oh wait, that was me….but that's how their music feels…like an all fuzzed-out euphoria.”
itcoversthehillsides.blogspot.com

“The closest and most direct comparison would be that of the late ’80 Brit indie band Close Lobsters, as well as more recognizable names from the C-86 movement, such as Wedding Present and Mighty Lemon Drops. Even Ride’s first noisy batch of EPs that helped kick off the whole dreampop era weren’t as unremittingly intense and hook-savvy as this beauty.”
The Big Takeover



Nánari upplýsingar veitir Magnús Axelsson í síma 669-9564 eða á netfanginu maggi@twolittledogs.co.uk.