Hljómsveitakynning Mig langar að kynna fyrir ykkur hljómsveitina The Unicorns. Ég var ekki viss hvað áhugamál þetta ætti heima, það er erfitt að segja til um hvernig tónlist þeir spila en þeir spila svona rokkaða lo-fi indie tónlist.

The Unicorns eða einhyrningarnir eins og þeir mundu heita á íslensku voru stofanðir í lok árs 2000 í Montreal í Quebec fylki í Kanada. Upprunalegir meððlimir voru Nicholas Thorburn (Listamannsnafn: Nick “Niel” Diamonds) og Alden Penner (Alden Ginger). Þeir báðir spiluðu á trommur og önnur slátturshjólfæri, hljómborð, piano, orgel, bassa, gítar, glockenspiel, harmoniku og síðan sungu þeir báðir.

Þeir tóku því mjög rólega í upphafi en það kom út einn diskur sem innihélt nokkur demo. Þeir félagarnir fengu í lið með sér trommarann Jamie Thompson (J'aime Tambeur) og gáfu út diskinn “Unicorns are People too” í mars árið 2003. Diskurinn varð aldrei vinsæll enda aðeins gefinn út í 500 eintökum.

Í desember sama ár tóku þeir sig til, sömdu við betra útgáfufyrirtæki, tóku upp lög af disknum “Unicorns are People too” aftur ásamt nýju efni og gáfu út diskinn “Who Will Cut Our Hair When Were Gone?”. Diskurinn varð frekar vinsæll (meðað við low-reputation hljómsveit). Hljómsveitin fór í tónleikaferðalag og fylltu sali í Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Í Mars 2004 gáfu þeir út lítinn disk sem hét “The Unicorns: 2014” Það varð síðasti diskurinn þeirra þar sem þeir hættu árið í lok desember sama árs.

Eins og kom áður fram spiluðu þeir mjög undarlega tónlist, en hún er líka mjög góð. Ef þið hafið áhuga á því að hlusta á hljómsveitina er hægt að athuga RadioBlogClub og svo er hægt að panta diskana “Who Will Cut Our Hair When Were Gone?” og “The Unicorns: 2014” á Amazon.com