Freeloader - hvaða helvítis? Ég var að heyra þetta margumtalaða lag fyrst í dag. Hélt ég fyrst að um væri að ræða gamalt demo með Nirvana. Eftir lagið kom í ljós að hér var ekki um Nirvana að ræða heldur íslenska grunge grúppu sem kallar sig Noise. Þegar þeir sömdu þetta lag þá hafa þeir verið undir sterkum áhrifum hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Nirvana og þar sem ég er mikill aðdáandi Nirvana gat ég sett saman 4 lög með Nirvana og fengið út FREELOADER.
Það sem olli mér heilabrotum var að þetta hljómaði eins og beint úr smiðju Kurt Cobains og fór ég því rakleiðis heim að hlusta á safnið mitt og eftir að hafa hlustað á það frá A - Ö fann ég ekki það sem ég var að leita að, þannig að ég kafaði dýpra í hlutina og komst að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins eru þeir undir áhrifum Kurt Cobains heldur líka kellingunni hans, rokkdruslunni Courtney Love. Eins og flestir Nirvana fans vita þá er mikið af lögum og textum Hole sótt í smiðju Kurt Cobains og Nirvana og eftir margra tíma vafr á netinu fann ég lagið Celebrity Skin með hole. Tilgangur greinarinnar er enginn en staðreyndin er sú að lagið celebrity skin með hole er eins og lagið freeloader með Noise og hvet ég lesendur greinarinnar að hlusta á bæði lögin og bera saman.

Freeloader getið þið fundið <a href="http://www.rokk.is/mp3/noise/noise_freeloader.mp3“>hér</a>

Celebrity Skin getið þið fundið á <a href=”http://www.kazaa.com">kazaa</a