Poison Það er slatti af myndböndum með þessari grein svo að það er besta að starta þeim upp svo að þau séu búinn að loadast þegar þú kemur að þeim.

Upphafið

Hljómsveitin var stofnuð í Pennsylvaniu árið 1982 af söngvaranum Bret Michaels og trommaranum Rikki Rockett undir nafninu Spectres og seinna Paris (nafnið Paris var uppástunga frá Franskri vændiskonu). Hljómsveitin byrjaði undir nafniu Poison árið 1984 og þá var lineuppið svona:

Bret Michaels – Söngur
Matt Smith – Gítar
Bobby Dall – Bassi
Rikki Rockett – Trommur

Þegar þeir ætluðu að flytja til Los Angeles sagði Matt Smith sig úr hljómsveitini afþví að hann vildi frekar vera hjá kærustuni sinni og barninu í Pennsylvaníu. Hinir þrír byrjuðu að leita að gítarleikara og héldu áheyrnarprufur. Þeir þrír sem þeim leist best á voru Steve Silva (sem seinna átti eftir að spila með Joe Perry úr Aerosmith), C.C DeVille og Slash (sem seinna átti eftir að spila með Guns N´Roses og Velvet Revolver). Bobby Og Rikki vildu endilega fá C.C og Bret leist betur á Slash, og líkaði ekkert sérstaklega vel við C.C. Þeir létu þá spila eitthvað af gamla efninu hans Matt´s og Slash spilaði það hárrétt, nótu fyrir nótu en C.C neitaði að spila það og sýndi þeim frekar lag sem hann samdi sjálfur. Þetta lag notuðu Poison seinna undir nafninu Talk Dirty To Me. Þetta lag fannst þeim þrem nógu gott til að vilja C.C, þeir gátu ekki neitað einhverjum sem samdi svona vel.

Þeir byrjuðu að spila á nokkrum giggum lifðu á stelpum, í öllum merkingum. Þær redduðu þeim mat, eiturlyfjum, og húsnæði. Og í staðinn fengu þær að hanga með þeim og sofa hjá þeim. Eini peningurinn sem þeir fengu var fyrir það að spila á tónleikum og sá peningur fór allur í að halda bandinu uppi. Á daginn æfði bandið lögin sín og kvöldin notuðu meðlimirnir tímann til að labba um þar sem allir voru á djamminu og bera út “Flyers”, eða litlar auglísingar um næstu tónleika þeirra. Tónleikarnir voru mjög flottir, mikið “Stage show” með allskonar skrauti, Confetti úr loftinu og litlar sprengingar.

Þeir fengu plötusamning hjá Enigma Records árið 1986 og gáfu út fyrstu plötu sína Look What the Cat Dragged In í ágúst sama ár. Platan var Pródúseruð af Ric Browde sem var fljótlega rekin fyrir það að seigja að einginn í Poison hefði snefil af tónlistarhæfileikum nem kannski C.C. Tracklistinn fyri plötuna var eftirfarandi:

1. “Cry Tough”
2. “I Want Action”
3. “I Won't Forget You”
4. “Play Dirty”
5. “Look What the Cat Dragged In”
6. “Talk Dirty to Me”
7. “Want Some, Need Some”
8. “Blame It On You”
9. “#1 Bad Boy”
10. “Let Me Go To The Show”

Á tuttuga ára afmæli Poison var platan Re-masteruð og Single Version of I Want Action, I wont Forget you og cover af Jim Croce laginu “You Don't Mess Around With Jim”

Myndbönd varu gefin út fyrir I Want Action, Talk Dirty To My og I Wont Forget You.

“I Want Action”

[youtube]http://youtube.com/watch?v=GOpOK9EuuFc

“Talk Dirty To My”

[youtube]http://youtube.com/watch?v=n4qVJnhZwWY

“I Wont forget You”

[youtube]http://youtube.com/watch?v=mx5EwUeuzp8


1987 tóku þeir upp KISS lagið Rock and Roll all Nite fyrir bíómyndina Less than Zero og koma lagið meðal annars út á nýlegum Cover diks hljómsveitarinnar, Poison´d.

Open Up and Say… Ahh! var gefin át árið 1988 og hefur slest í meira en 8 milljónum eintaka um allan heim. Upprunalega átti Paul Stanley, söngvari hljómsveitarinnar KISS á producera plötuna en áutaf óviðráðanlegum aðstæðum gekk það ekki upp, í staðinn fengu þeir Tom Werman, en hann hafði unnið með böndum eins og Twisted Sister og Mötley Crüe. Hér er listi yfir login á plötuni:

1. “Love on the Rocks”
2. “Nothin' But a Good Time”
3. “Back to the Rocking Horse”
4. “Good Love”
5. “Tearin' Down the Walls”
6. “Look But You Can't Touch”
7. “Fallen Angel”
8. “Every Rose Has Its Thorn”
9. “Your Mama Don't Dance”
10. “Bad to Be Good”
Á tuttuga ára afmæli Poison var platan Re-masteruð og Lagið Living for the Minute og viðtal sem hafði verið tekið upp í World Premiera Radio voru Bonus tracks.

Lög eins og Nothing but a Good time, Look but You Cant Touch og Fallen angel voru mjög vinsæl en lagið sem stendur uppúr á þessari plötu er án efa ballaðan Every Rose Has its Thorn. Bret samdi lagið um það þegar hann var á Móteli útá landi og hringdi í kærustuna sína. Þegar hún svaraði heyrði hann í einhverjum manni með henni og hvað hún að gera með einhverjum öðrum um miðja nótt og neitaði því að einhver væri þarna? Bret sá í gegnum hana og brotnaði niður. Hann tók upp kassagítarinn sinn og byrjaði að raula eitthvað…

“We both lie silently still
In the dead of the night…”

“But now I hear you found somebody new
And that I never meant that much to you…”


Lagið er án efa afar fallegt og með betri ballöðum. Bret seigi að hann hafi í rauninni ekki samið lagið lagið sjálfur þar sem öll gripin eru stolinn úr Bob Dylan laginu “Knockin On Heavens Door”, sem að eru G, Cadd9, D, C. og svo bætti hann Em í brúnna á laginu til að virðast vera góður á gítar. Þetta er samt lag sem allir rokk gítarleikarar áttu að kunna ef þeir fyla lagið svo að ég set gripin Hingað

[youtube]http://youtube.com/watch?v=YiEpLI5exrU

Laginu var í fyrstu hafnað af upptökustjóranum. Hann sagði að þetta yrði aldrei vinsælt, myndi drepa þá ef eitthvað yrði, honum líkaði ekki við þennann of rólega fýling og kúreka röddina En Poison voru vissir um að þetta yrði vinsælt lag og lagið fór á single. Lagið er vinsælasta lagið þeirra og Bret hefur sagt frá því þegar einhver kona kom til hanns og sagði að þetta lag hafi bjargað henni frá sjálfsmorði.

Lagið Your Mama Don't Dance var einnig stór hittari og var cover frá árinu 1972 of var smaið af Country dúóinu Loggins and Messina.

[youtube]http://youtube.com/watch?v=vuuxGvRTvSw

Nothing But a Good Time var líka stór hittari og kom nýlega út í Guitar Hero leiknum, Rock the 80´s, en í leiknum voru gerð þau mistök að það heitir Aint Nothing But a Good Time.

[youtube]http://youtube.com/watch?v=eQSttoK3EFw

Og svo lagið Fallen Angel, ég set eiginlega þetta alga bara inn afþví að pabbinn í myndbandinu er svo rosalega fyndinn ;)

[youtube]http://youtube.com/watch?v=YdlEMmAFfIM

Næsta platan þeirra bar nafnið Flesh & Blood og kom út 1990 og innihélt nokkra hittara og aftur verð stærsti hittarinn ballaða.

1. “Strange Days of Uncle Jack”
2. “Valley of Lost Souls”
3. “(Flesh & Blood) Sacrifice”
4. “Swampjuice (Soul-O)”
5. “Unskinny Bop”
6. “Let It Play”
7. “Life Goes On”
8. “Come Hell or High Water”
9. “Ride the Wind”
10. “Don't Give up an Inch”
11. “Something to Believe In”
12. “Ball and Chain”
13. “Life Loves a Tragedy”
14. “Poor Boy Blues”

Aukalögin á afmælisútgáfuni voru Something to Believe In með öðruvísi texta og God Save the Queen

Something To belive in var semsagt stærsti hittarinn á plötuni en mörg önnur lög komust einnig til vinsælda, eins og td. Valley of lost souls, (Flesh & Blood) Sacrifice, Unskinny Bob, Life Goes on, Ride The Wind og Come Hell or High Water.

Something To belive in:

[youtube]http://youtube.com/watch?v=Xe71zCA5xFQ

Unskinny Bob:

[youtube]http://youtube.com/watch?v=U2rDtqpaQmg

Stuttu eftir Flesh & Blood plötuna hætti C.C DeVille í bandinu átaf stöðugum rifrildum hans og Bret Michaels. Richie Kotzen tók við og seinna Blues Saraceno. 1998 Byrjaði C.C aftur á bandinu og Poison tóku Reunion Tour. Árið 2004 hituðu þeir upp fyrir “Rock The Nation” KISS túrinn

Discography:

Look What the Cat Dragged In (1986)
Open Up and Say…Ahh! (1988)
Flesh & Blood (1990)
Swallow This Live (1991)
Native Tongue (1993)
Greatest Hits (1996)
Crack a Smile…and More! (2000)
Power to the People (2001)
Hollyweird (2002)
Best Of Ballads and Blues (2004)
Best of 20 Years (2006)
Poison'd! (2007)

Meðlimir

Bret Michaels Söngur
C.C. DeVille - Gítar (1985-1991, 1998-)
Bobby Dall - Bassi
Rikki Rockett - Trommur
Blues Saraceno - Gítar (1994-1998)
Richie Kotzen – Gítar (1991-1994)
Matt Smith - Gítar (1984-1985)

Heimildir eru úr Classic Rock blöðum, Wikipedia og ýmsar aðrar siður sem ég hef lesið og skriifað upp það sem ég man.

Takk fyrir, og endilega bæta við “facts” í kommentin ef þið hafið eitthvað ;)
Nýju undirskriftirnar sökka.