Ég fór á tónleika í tónabæ í gærkvöld og ég verð að segja að þetta voru bara hinu fínustu tónleikar. Öll böndin fannst mér standa sig mjög vel en upp úr stóðu náttúrulega córal, sign og sérstaklega Noise. Það var voða lítil stemmning þarna nema þegar Noise byrjuðu. Þá varð loksins mjög góð stemmning og sumir voru orðnir það æstir að hálfgerð slagsmál brutust út. Maður sá alltaf einn og einn vera negldann í gólfið en svo stóð sá hinn sami bara aftur upp og hélt áfram að skemta sér. Noise eru orðnir miklu betri núna heldur en þegar ég sá þá síðast. Þeir spiluðu bara sín lög, sem voru öll geðveik og svo eitt smashing pumpkins lag. Stemmningin var mjög góð, sviðsframkoman var helvíti töff hjá þeim og lögin GEÐVEIK! Það var augljóst að fólkið var komið til að sjá Noise og enga aðra. Þegar Noise voru búnir, og Sign byrjuðu, þá tæmdist húsið næstum því alveg og aðeins nokkrir eftir. Stemmningin var engin og þeir mættu heldur betur taka sig á í sviðsframkomu. Einu sem voru eitthvað að hreyfa sig voru ragnar, söngvarinn og bróðir hans,trommarinn. Ég varð samt fyrir vonbrigðum með þá, því ég hélt þeir væru betri. ÞEir mættu æfa sig betur fyrir næstu tónleika og vera líflegri á sviðinu. Coral voru helvíti góðir og spiluðu sín lög og partýbæ með ham. Þeir eru að mínu mati mun betri en Sign. Reyndar var voða lítil stemmning þegar þeir eins og allar hinar hljómsveitirnar, nema Noise, spiluðu. Noise komu sáu og sigruðu og áttu algjörlega kvöldið. Noise voru bestir, Coral fylgdu fast á hæla þeirra, svo Dice, sem voru bara frekar kraftmiklir, svo sign og hinar hljómsveitirnar einhversstaðar þarna langt á eftir. Endilega segið mér, þið sem voruð á tónleikunum, ykkar álit á þessu