Eddie Ég ætla bara að segja ykkur smá frá Eddie, en fyrir þá sem vita ekki hver það er, þá er það fígúran sem prýðir plötuhulstur hljómsveitarinnar Iron Maiden. Það verður kannski ekki laust við að margir verði fróðari um sjálfa hljómsveitina eftir lesturinn á greininni.

Eddie kom fram löngu áður en hann fór að prýða plötuhulstur Maiden. Tilkoma hans var sú að eftir að Dennis Wilcock, fyrrverandi sögvari Maiden, hætti í hljómsveitinni réðu þeir nýjan sviðsmann, því Dennis var líka sviðsmaður þeirra. Sá heitir Dave Beasly og hann var algjör snillingur og mjög frumlegur í sviðs-uppsetningu og því fékk hann fljótt nafnið Dave Lights. Hann gerði mikið “show” með aðeins byssupúðri, ljósum og smáhlutum sem hann tók úr hinum ýmsustu hlutum. Hann kom einn daginn með grímu á hausnum sem hann hafði keypt á einhverri sýningu. Hann notaði dælu til að dæla gerviblóði út um munnin á grímunni meðan þeir æfðu Iron Maiden (lagið). Á sama tíma var ákveðinn brandari “í tísku”, ég ákvað að skrifa hann á upprunalega tungumálinu:

A woman had given birth to just a head, the doctor told her she needn't worry since he would come up with a suitable body for good ‘ole Eddie within a year or five. So five years later Eddie’s father entered the room on Eddie's birthday and said:
“well today's your birthday, and boy do we have a surprise for you!” after which Eddie replied: “Oh no!, not another bloody hat!”.

Einhver fékk þá þessa snilldar hugmynd að hafa haus á sviðinu (gríman varð andiltið á hausnum) meðan þeir voru að spila og kalla hann Eddie eftir stráknum í brandaranum. Þannig var Eddie fyrst, aðeins haus, þangað til þeir kinntust Derek Riggs í gegnum umbann þeirra. Hann hannaði langþráðan líkama á Eddie. Þeir ákváðu samt að opinbera Eddie (þ.e.a.s. líkaman) ekki fyrr en fyrsta platan yrði gefin út. Sú plata hét Running free, þar sem Eddie stendur í skugganum. Hann var samt eitthvað skrítinn á þessu hulstri og var Derek fljótur að breita því og gera hann eins og hann var þegar hann var uppá sitt besta.
Eddie var líka fljótur að komast í bresku blöðin. Hann fékk fyrst umfjöllun þegar hann byrtist á “Sanctuary” plötunni þar sem hann sést stinga Margareth Tatcher til dauðs. Það var vegna þess að hún hafði opinberlega rifið niður Iron Maiden plakat. Seinna var þó svört rönd pretuð yfir augun á henni, en það var samt aðeins í bretlandi, ekki í öðrum evrópulöndum. Á næsta hulstri var “Magga” með vélbyssu að miða á Eddie. Nokkrir feministar urðu eitthvað æstir og ásökuðu þá um kynjamisrétti því Eddie hélt í höndina á hjúkku og skólastelpu, en enginn var neitt að æsa sig yfir því svo það féll fljótt í gleymsku.
Eddie sést svo seinna bíta hausinn af Ozzy Osbourne því það var orðið frægt að Ozzy hafði bitið hausinn af leðurblöku á sviði (ATH! Það er ekki Urban Legend). Ozzy tók gríninu ekki vel og varð ansi reiður og teikningin var brátt tekin til baka.

Á næstu árum breittist Eddie mikið. “Sviðs Eddie” varð nokkrir metrar á hæð og Eddie sjálfur á hulstrunum breyttis jafnóðum. Á “Somewhere In Time” plötunni breittist hann gífurlega. Hann lítur meira og minna út eins og the terminator heldur en hinn gamli góði Eddie. Það var svo enn toppað á “Seventh son of a seventh son” plötunni, þar sem aðeins efri partur líkama hans var sýndur. Af einhverjum ástæðum fór Eddieunum versnandi eftir það. Á “No Preyer For The Dying” plötunni var Eddie aftur orðinn heill, en hann var ekki eins fallega teiknaður og Derek teiknaði hann áður fyrr. Eina mjög góða myndin af honum á tíunda áratugnum var á “Bring Your Daughter… …To The Slaughter” albúminu.
Það leit samt út fyrir að strákarnir í Maiden væru ekki ánægðir með Eddie eins og Derek teiknaði hann því þeir réðu nýjan teiknara til að teikna á “Fear Of The Dark” plötuna. Sá heitir Melvyn Grant og miðað við hann voru Dereks Eddie frekar ljótur.
Það voru líka vonbrigði með “The X Factor” plötuna því þar var Eddie að öllu leiti tölvuteiknaður og mörgum finnst það alls ekki vera Eddie eins og þeir þekkja hann.

Fyrir nokkru kom út “Best Of The Beast”, en það er safnplata. Persónulega finnst mér sá diskur einn besti diskur sem gefinn hefur verið út. Myndin á honum var hrúga af öllum Eddiunum á áður útgefnu plötunum. Ég er ekki viss hvort Derek teiknaði utan á nýja diskinn þeirra, en á eftir að komast að því.

Þetta er allt sem ég veit um Eddie, ég vona að einhverjir séu fróðari um hann eftir að hafa lesið þetta =)

Takk takk.
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”