Það verður “Mega” stefnumót næstkomandi þriðjudag, þar 
sem verður blandað saman pönki, rokki og tilraunakenndu 
raf-poppi. Fram koma: Trabant, Sign og Smarty Pants.
Það ættu all nokkrir að kannast við Trabant en þeir eiga nú eitt 
vinsælasta lagið bæði á Múzik.is og á Radio-x en það er lagið 
“Súperman”, grípandi popplag sem hann Raggi úr Kanada 
syngur. Trabant spilar mjög skemmtilega blöndu allt frá poppi 
yfir í tilraunakennda elektrónik. Platan þeirra “Moment of Truth” 
er full af snilld og er án efa plata ársins á síðasta ári. En þeir 
félagar héldu einmitt frábæra útgáfutónleka á Thomsen sl. 
fimmtudag. Trabant munu eingöngu leika lög af plötunni. 
Sign eiga ættir sínar að rekja í rokkbæinn Hafnarfjörð. Það eru 
bræðurnir Ragnar Sólberg og Egill sem eru þungamiðja 
bandsins þeir munu einnig vera að kynna efni af ný útkominni 
plötu. Sign er nýlegt band en hefur nú þegar náð spilun í 
útvarpi og hafa verið kynntir líklegir til vinsælda á Radio-x. 
Smarty Pants eru ættaðir að norðan, bandið hefur ekki látið 
fara mikið fyrir sér og ætla þeir félagar að prufukeyra glænýtt 
prógram sem verður spennandi að sjá.
Annað væntanlegt í des: Ný Dönsk, Apparat, Funerals, 
Stafrænn Hákon, Rými.
500 kr,- inn 18 ára aldurstakmark. húsið opnar kl: 21:00
                
              
              
              
               
        






