ég vildi reyna að koma sögu minni á framfæri um hljómsveitirnar sem ég er í, og hér eru þær ( not for the faint of heart ) :

Það er snjór… Það er árið 2006… septembereanginn liggur í loftinu… fullkominn dagur til þess að biðja um hönd enhverrar stúlku… eða byrja hljómsveit. þennan dag var hljómsveit stofnuð, sem átti að heita The Fire Balls þangað til að ég gerðist hommafælinn og breytti því í Violent Thoughts. ég var gítarleikari, hinn vinur minn var trommuleikari… án trommukennslu og trommusetts, en það stoppaði hann ekki í að læra á trommur og safna pening fyrir einu slíku.

Þrem mánuðum seinna bættist við annar gítarleikari, ég var orðinn bassaleikari, mér til mikils ama. en það vantaði enn trommusettið. ég byrjaði að örvænta. næst hárreita mig til blóðs.

Næsta dag setti ég upp húfu og fékk tilboð í aðra hljómsveit sem bassaleikari, það var fullmönnuð hljómsveit ( með mér ). Eina vandamálið var að jafnvel þó að þeir kunnu mjög mikið af lögum, rokk, metal og thrash, var að þeir höfðu aldrei æft eitt lag saman, þá var ég virkilega áhyggjufullur.

Fleiri mánuðum seinna komst ég að því að starfsfélagar mínir voru í hljómsveit sem heitir Nonesenze og þeir voru búnir að taka þátt í músiktilraunum og mistókst því miður en þeir voru komnir með þrjú lög á þeim tíma og hafa verið að reyna að komast að á tónleikum og vera í miðjunni á “setlistinu” með hrakfallalegum afleiðingum. ég byrjaði sem fyrsti rótarinn þeirra, ólaunaður reyndar en ég reyndi að gera allt sem ég gat til þess að hljálpa.

Fyrir nokkrum dögum hætti bassaleikarinn þeirra og æeg reyndi að láta á mér bera og miklar líkur eru á að ég nái stöðunni.

en þetta er saga mín og engu er logið hér. ef einhverjum finnst þetta áhugavert má hann mæla, en finnist honum þetta óáhugavert má hann líka mæla, allir aðrir mega líka mæla.

sögu minni lýkur hér skítkast er vel þegið.