Undanfarnar vikur hef ég verið að hlusta mikið á radiox. og þá mest á frosta frá 7-11 því að ég er að vinna á þeim tíma. Er ég sá eini sem er orðinn mjög pirraður á þessum manni?
Hann setur út á allt og alla og þykist vita allt um tónlist. Sem hlustandi finnst mér ekki gaman þegar eitthvað lag sem ég er að fíla er rakkað niður og gert grín að í útvarpinu.
Þessu til stuðnings má nefna að í gærkvöldi og oft áður hefur hann verið að rakka niður lag með íslenska bandinu Noise. Lagið heitir Freelóder. Og ég fíla það mjög mikið. Um daginn sagði hann að þetta væri nirvana stæling! Sem ég fatta ekkert í því að þetta lag er engin stæling af nirvana. Þetta er bara sama tónlistarstefnan: Grunge. Nirvana voru aldrei með svona gerðir af lögum. Þetta er að mínu mati harðara en flest lög með nirvana þó svo að nirvana séu náttúrulega geðveikir. Í gærkvöldi þá sagði Frosti eftir að lagið þeirra var búið: Þetta var hljómsveitin Noise með lagið freelóder og hafa meðlimir þessa bands sent mér hátt í 200 e-mail og beðið um að fá lagið sitt í toppsætið á topp tíu. Svo sagði hann eitthvað um að honum fyndist þetta sorglegt og eitthvað fleira. En kaldhæðnin við þetta er sú að ég veit ekki um neitt sem er sorglegra en að láta lög með hljómsveitinni sem hann er í (mínus) hátt inn á topp tíu listann kvöld eftir kvöld. Og hrósa síðan bandinu sínu að auki, þegar laginu lýkur. En það sem fór mest í taugarnar á mér var þetta með Noise og e-mailin vegna þess að ég þekki gaurana í noise ágætlega og þeir sendu ekki neitt. Ég hef hins vegar oft sent inn mail og beðið um lagið á listann og það er aldrei látið á listann og þess vegna hef ég og vinir mínir sent helling af maili til að fá lagið inn á helvítis listann. Svo er hann að reyna að eyðileggja orspor Noise í útvarpinu, en barnalegt og heimskt fífl! Ég fíla frílóder og Noise heví mikið og ég þoli ekki þegar er verið að tala niðrandi um þá eða aðrar góðar íslenskar hljómsveitir. Ég meina þessir strákar eru nýbyrjaðir að koma sér á framfæri og að fá lag í spilun í útvarpi á að vera góð auglýsing en ekki aftaka. Hvað finnst ykkur um þetta allt saman?