ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fara á annað sinn á tónleika með Low, á NASA í gærkvöldi. tónleikarnir voru liður í vetrardagskrá hljómalindar, og er það vel. sveitirnar lúna og náttfari hituðu upp og sýndu flotta breidd og spilamennsku langt yfir allri meðalmennsku.
low er band sem heillar marga, sem er ekkert skrítið. sumir hafa líkt tónlist þeirra við galdra, enda eru þau vön að toppa sig í hvert skipti sem þau gefa út nýtt efni. áhorfendur kunnu greinilega vel að meta þau, enda var klappið ávalt hreint rosalegt, bæði í upphaf og enda hvers lags!! greinilegt að fólk þekkti lögin. en það sem heillaði mig mest, í þetta skiptið sem það fyrra, var hversu laus þau eru við alla stæla og sýndarmennsku. það er ekki hægt annað en að virða það, þegar menn virðast vera svo fullir af slíku í þessum bransa, að maður er sannfærður um að þeir sömu skæla í koddann sinn á kvöldin yfir minnimáttarkennd. þessvegna var ég að hugsa eftirfarandi: sér fólk yfirleitt í gegnum þessa stæla og finnst þetta grátbroslegt, eða finnst fólki þetta bara svaka kúl, segjum, ROKK!!?
ég bara spyr..