Þeir sem hafa lesið greinar eftir mig hérna er það ekkert dulið að ég ber mikla virðingu fyrir Led Zeppelin. Ég hef góðar fréttir að færa Led Zeppelin aðdáendum. Þann 24. þennan mánuð á laugardegi mun hljómsveitin Simply Led halda tónleikar á Íslandi. Tónleikarnir verða haldnir í Háskólabíó.

Simply Led er hljómsveit skipuð fjórum meðlimum.

Paul Kelvie á trommur.
Eddie Edwards á bassa, hljómborð og fleiri hljóðfæri.
Phil Eldridge á gítar
og
keith Lamber söngvari.

Ég var heppinn að komast í samband við söngvarann Keith Lamber síðastliðið sumar þegar ég var að leita að bootlegum og fékk frá honum rausnarlega mikið af vel gerðum bootlegum. Keith var að leita að upptöku af tónleikunum á íslandi en eftir mikla leit fannst enginn upptaka. Keith fékk hinsvegar mikinn áhuga á því að endurtaka tónleikana hér á íslandi eins og þeir gerðu á Írlandi í fyrra. Þeir héldu tónleika á Írlandi til að minnast þess að þrjátíu ár eru liðin síðan Led Zeppelin spiluðu Stairway to heaven í fyrsta sinn live á þessum tónleikum. Tónleikarnir þar heppnuðust ótrúlega vel, þeir spiluðu í sömu tónleikahöll og fylltu húsið eins og Led Zeppelin gerðu á sínum tíma. Fréttaritari frá Led Zeppelin fan-blaðinu sagði (ekki orðrétt): Aldrei hefur band náð að spila eins nálægt getu og anda Led Zeppelin áður. Þetta kemur af munni manns sem lifir og andar Led Zeppelin.

Ég hef sjálfur heyrt upptöku af tónleikunum þeirra frá Írlandi og er algjörlega sammála honum. Margir þeir sem fóru að sjá dúndurfréttir eru kannski efins, sérstaklega þar sem erfitt getur verið að finna gítarleikara sem getur náð stílnum hjá Page en Phil er ekki langt frá því. Hann er vel metinn blús-djass gítarleikari í London. Svo er það líka gleðiefni að þeir ráða svo sannarlega við blúsinn.

Að sjálfsögðu er þetta ekki alveg eins og að fara að sjá Led Zeppelin live en þeir reyna eins og þeir gera og spila lengri útgáfur af lögunum eins og Led Zeppelin gerðu, ekki bara stúdíóútgáfur.

Þessir tónleikar eru heldur ekki haldnir einungis til þess að þeir geti grætt pening. Reyndar þá græðir bandið ekki neitt því ágóðinn fer allur til góðgerðastofnunnar (ég man ekki alveg hvað hún heitir :)).

Miðinn kostar 2000 krónur og er hægt að nálgast hann á netinu á miðasala.is. Ég hvet alla sem hafa allaveganna smá áhuga á Led Zeppelin og þeir sem hafa aldrei hlustað á þá er þetta kærkomið tilefni til að heyra hvað það er sem ég er alltaf að bulla um.

Heil verið þið öll.

Rock on!