Tilraunaútsendingar Reykjavík FM eru hafnar á tíðninni 101.5
Útvarpsstöðin fer formlega í loftið í næstu viku með útvarpsþættinum Capone í umsjá Andra og Búa.

Á gamlársdag 2006 tilkynnti Íslenska Útvarpsfélagsið að útvarpsstöðin XFM 91,9 myndi hætta útsendingum að beiðni eigenda. Dyggum hlustendum XFM var brugðið, enda hafði stöðin náð að festa sig í sessi í íslenskri útvarpsflóru og náð góðum árangri í hlustendakönnunum.

Upp úr rústum XFM rís nýtt afl í útvarpi sem samanstendur af kjarna gömlu stöðvarinnar með það markmið að bjóða upp á gæða útvarp á Íslandi. Við sem stöndum að þessari stöð gerum það að fullum hug enda er það trú okkar að hér á landi sé hlustendahópur sem sækir í það sem við munum bjóða uppá.

RVK FM er komið til að bjarga rokkinu – aftur!


Af hverju að hlusta á RVK FM?


RVK FM býður uppá vandaða dagskrárgerð, framleidda af fagfólki sem leikur nýja og klassíska rokktónlist með áherslu á íslenska listamenn. Hlustendur munu hafa tækifæri til að hafa áhrif á tónlistarvalið.


RVK FM mun bjóða hlustendum uppá ýmsa viðburði í tengslum við dagskrágerð stöðvarinnar. Tónleikar, bíóferðir og annað skemmtilegt verður á boðstólnum. Stöðin verður leiðandi í afþreyingu fyrir hlustendur.


RVK FM mun styðja dyggilega við bakið á íslenskri tónlist með ýmsum hætti. Stöðin verður leiðandi í að koma íslenskum listamönnum á framfæri, enda trúum við því að okkar listafólk sé frábært.


RVK FM er sjálfstætt starfandi fyrirbæri sem hefur burði og getu til að mótast með nýjum straumum og tíðarandanum hverju sinni.

RVK FM hefur metnaðinn til að skapa útvarp sem hlustandi er á án alls hroka og vitleysu.

http://www.rvkfm.is