TOOL Hérna er texti sem ég þýddi af wikipediu um TOOL fyrir lokaverkefnið mitt í MHL 103 síðustu önn. Þetta er svona það helsta sem stóð á síðuni


Hljómsveitin TOOL var stofnuð árið 1990. Það gerðist þannig að fyrrum bassaleikari TOOL ásamt Maynard James Keenan söngvari og Adam Jones gítarleikari ákváðu að stofna saman hljómsveit. Trommuleikarinn Danny Carey gékk til liðs við þá stuttu seinna eftir að gamall skólafélagi Adam Jones kom þeim saman. Þá byrjaði TOOL að semja og æfa í fyrsta skipti sem hljómsveit.

Þeir urðu strax vinsælir eftir að gefa út fyrsta diskinn sinn, Opiate, árið 1992. Snögglega eftir það gáfu þeir út seinni geisladiskinn sinn, Undertow, en það var árið 1993. Þetta var þeirra fyrsti geisladiskur sem var í fullri lengd. Á sama ári voru þeir fengnir til að spila á sviði 2 á Lollapalooza þar sem þeir fengu mikla athygli og voru snögglega færði á aðal sviðið vegna frábærar sviðsframkomu og ennþá betri tónlistar. Þetta hjálpaði þeim gríðarlega í því að koma sér á kortið og varð diskurinn þeirra, Undertow, mjög vinsæll eftir þetta og ekki leið svo mikill tími þangað til að diskurinn þeirra fékk Gull viðurkenningu frá RIAA.

Í semptember árið 1995 þá hætti bassaleikarinn en þá gékk Justin Chancellor til liðs við þá en hann var áður í hljómsveitin Peach sem TOOL hafði túrað með áður. Stuttu eftir að Justin kom kláruðu þeir 3. geisladiskinn sinn, Ænima, en það var árið 1996. Árið 1997 komu TOOL aftur fram á Lollapalooza en í þetta skiptið sem ein af aðal hjlómsveitonum. Sama ár lentu þeir í deilum við útgáfyritækið sitt sem leiddi til mikilla tafa á geisladiskagerð. Í þessari bið þá fór Maynard að spila með hljómsveitini A Perfect Circle.

Talað var um að TOOL væru að hætta þangað til að þeir gáfu út Salival, árið 2000, sem var box með helling af nýju efni í. Árið 2001 sögðu þeir frá því að þeir væru að gefa út nýjan disk að nafni Systema Encéphale en þeir tilkynntu mánuði seinna að diskurinn ætti að heita Lateralus. Meðalleng laga á disknum voru ótrúlegt en satt 6 mínútur og 30 sekúndur og myndbandið við lagið “Parabola” var í heilar 10 múntur og 30 sekúndur. Þrátt fyrir þessa lengd á lögonum þá varð platan gríðarlega vinsæl og náði 1. sæti á Top 200 lista yfir geisladiska í fyrstu vikuni sinni. TOOL fengu seinni Grammy Verðalunin sín sem besta Metal flutningin fyrir lagið “Schism”

Í gegnum árin 2001 og 2002 þá túruðu TOOL mikið ásamt hljómsveitini King Crimson. Hljómsveitin tók sér annað hlé í diskagerð í lok túrsins árið 2002. Maynard fór að vinna meira efni með A Perfect Circle, á meðan þá gáfu hinir meðlimir TOOL út nokkur ný lög og létu búa til 300 áritaðar útgáfur af nýja disknum sem fóru í forsölu í Ameríku. Í desember 2005 þá gáfu þeir út 2 DVD diska sem innihéldu video og umfjöllun um lögin “Schism” og “Parabola”, diskarnir komu ekki út fyrr en í Janúar í Evrópu árið 2006.

Ásamt því að vera að túra og taka upp nýtt efni með A Perfect Circle þá fór Maynard og allir hinir meðlimir TOOL aftur að vinna að nýju efni. Platan 10,000 days kom út í May árið 2006 og seldist í 564,000 eintökum fyrstu vikuna í Ameríku.


Ástæðan fyrir því að ég set þetta hingað er að TOOL spila Progressive Rokk, ekki Metal.


Takk fyrir Mig
Kolbeinn