My Chemical Romance Hljómsveitin My Chemical Romance var stofnuð 2001 og voru meðlimir hennar þá Gerard Way (söngur), Mikey Way (bassi), Matt Pelissier (trommur), Ray Toro (gítar) og Frank Iero (gítar).

Rétt eftir 11. september 2001 varð My chemical Romance til en Gerard Way varð vitni af þeirri hræðilegu árás. Hann settist niður með vini sínum Matt og þeir skrifuð saman lag sem varð svo að fyrsta lagi My chemical Romance Skylines and Turnstiles en það lag er einmitt um hryðjuverkaárásirnar sem voru gerðar 11.september. Gerard og Matt stofnuðu hljómsveitina svo saman, seinna bætust Ray, Frank og Mikey við en Mikey lærði aðeins á bassa fyrir hljómsveitina, einnig fann hann nafnið á hljómsveitina.
2002 kom fyrsta plata þeirra út I brought you my bullets, You brought me your love sem var gefin út af Eyball Records. Geoff Rickly söngvari Thursday frammleiddi plötuna þeirra.
Lög á þeirri plötu eru meðal annars, Honey The mirror isn’t big enough for the two of us, Vampiers will never hurt you, Headfirst for Halos, Demolition Lovers, Our lady of sorrows. Besta lagið að mínu mati er Demolition Lovers. Fljótt byrjuðu My chemical Romance að eignast aðdáendur og mikill áhugi var fyrir þeim.

Árið 2004 kom út önnur plata þeirra Three cheers for sweet revenge og voru þeir þá búnir að skipta um útgáfu fyrirtæki sem nú er Reprise Records. Three Cheers er “Concept” plata (fann ekki íslenskt orð yfir þetta, ekki nema þá hugtak) og er um mann sem gerir samning við djöfulinn um að safna 1000 sálum vondra manna til að sjá elskhuga sinn aftur sem dó. Hugmyndin kom frá laginu Demoltion Lovers sem er á fyrstu plötuni og er hægt að segja að Three Cheers sé nokkurn vegin framhald af Bullets.
Lög á plötunni eru meðal annars, I’m not okay, Helana, The ghost of you, You know what they do to guys like us in prison, I never told you what I do for a living og Cemetery Drive. Bestu lögin að mínu mati eru I never told you what I do for a living og The ghost of you. Platan er nokkuð ólík fyrstu plötunni þeirra og heyrir maður að þeir hafa bætt sig bæði hljóðfæralega séð og textalaga séð, lögin eru mun betur skrifuð á þessari plötu en þeirri fyrstu.
Mikið breytist þegar þessi plata kom út, þar á meðal útlit þeirra en þá fengu þeir enmitt þessa “Emo” ýmind á sig þegar þeir gáfu út lög eins og I’m not Okay og Helena. Aðdáenda hópur þeirra stækkaði og þeir byjruðu að fá mikið meiri athygli en þeir fengu frá fyrstu plötu þeirra.
2004 yfirgaf stofnmeðlimurinn Matt Pelissier þá og Bob Bryar tók við af honum, þeir kynntust honum á meðan þeir voru á tónleika ferðalagi með The Used. Ekki er vitað afhverju Matt yfirgaf þá en einhverjir segja að það sé út af því að hann var mjög oft að gera mistök á tónleikum.
My chemical Romance opnaði fyrir Green Day á tónleika ferð þeirra 2005 og Billie Joe Armstrong mælti með Rob Cavallo sem næsta producera (framleiðanda) hljómsveitarinnar, þeir tóku því og Rob Cavallo framleiddi þriðju plötu My chemical Romance .

2006 byrjuðu þeir svo að vinna að næstu plötu þeirra og í Apríl byrjuðu upptökur. Má segja að þeir hafi gengið í gegnum mikið á meðan upptökum stóð og munaði littlu að þeir hefðu hætt sem hljómsveit. Mikey Way var greindur með Manic Depression eftir að hafa yfirgefið hljómsveitina um ákveðin tíma á meðan upptökum stóð á nýju plötunni.
Allt gekk þó á endanum og í lok október kom út þriðja plata þeirra The Black Parade sem var vel tekið af gagnrýnendum. The Black Parade er einnig “concept” plata og er um “The Patient” eða sjúklinginn sem er að deyja og lögin á plötuni eru minningar sem hann hefur upplifað í gegnum lífið, eina lagið á plötunni sem kemur raun sögunni ekkert við, eða mér finnst ekki koma sögunni við er Teenagers, það er nú samt frábært lag í alla staði.
Þessi plata er ólík Three Cheers og enn ólíkari Bullets. Að mínu mati er ákveðin Brodway fílíngur við þessa plötu, besta platan þeirra hingað til tæknilega séð.
Lög á plötunni eru meðal annars, The Sharpest lives, Cancer, Disenchanted, Teenagers, Famous last words, Mama og House of wolfs. Bestu lögin að mínu mati eru The Sharpest lives og Mama.
Aðdáenda hópur My chemical romance heldur áfram að stækka og ég bíð spennt eftir að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyri þá.

Nokkrar staðreyndir um Hljómsveitina:

Mikey og Gerard eru bræður, Gerard er eldri.
Gerard er elsti meðlimur hljómsvetiarinnar (f.1977) Frank er yngstur (f.1982)
Gerard átti við drykkju og fíkniefna vandamál en hefur ekki snert áfengi né fíkniefni í 2 ár.
Þeir eru allir frá New Jersey nema Bob sem er frá Chicago.
Gerard fór í The School of visual arts í New York.
Gerard skapaði teiknimynda persónu sem kallaðist Breakfast Monkey og reyndi að selja hana til Cartoon Network, en það gekk ekki því að stöðin var með þátt sem var of líkur þeim sem Gerard var að reyna að selja þeim.
Gerard myndskreytti Three Cheers for sweet revenge.
Lagið Helena er um ömmu Gerards og Mikey.
Í fyrsta sinn sem þeir spiluðu á sviði voru þeir svo stressaðir að þeir drukku aðeins of mikið áfengi.
Liza Minnelli söng nokkra línur í laginu Mama á plötuni The Black Parade.
Bert McCracken söngvari The Used syngur með Gerard í laginu You know what they do to guys like us in prison.
Mikey lærði aðeins á bassa út af því að það vantaði bassaleikara í hljómsveitina.
Frank var í hljómsveitinni Pency Prep áður en hann byrjaði í My chemical romance.
Kvikmyndir hafa mikil áhrif á hljómsveitina, sérstaklega hryllingsmyndir. Lagið Early Sunsets Over Monroeville er um Dawn of the Dead.
Við gerð myndbandsins Famous Last words fékk Bob Bryar þriðja-sigs bruna og Gerard Way tábrotnaði. Myndbandið eru samt aðeins þeir að spila.

Nokkrar tilvitnanir:

“If for one minute you think you're better than a sixteen year old girl in a Green Day t-shirt, you are sorely mistaken. Remember the first time you went to a show and saw your favorite band. You wore their shirt, and sang every word. You didn't know anything about scene politics, haircuts, or what was cool. All you knew was that this music made you feel different from anyone you shared a locker with. Someone finally understood you. This is what music is about.” – Gerard Way

“Surrounding myself with fans makes me feel like I'm not going through it alone.” - Gerard Way

“Be Yourself, Don't take anyone's shit and never let them take you alive…” - Gerard way

“If a song is extra catchy or poppy, I will make sure the lyrics are so fucked up and dark you can’t play that song on the radio.”(Headfirst for Halos, You know what they do to guys like us in prison) – Gerard Way

“If you ever see shitty ass rock dudes in shitty ass rock bands asking you to show them your tits for a backstage pass, I want you to spit right in their fucking face and yell FUCK YOU!!” – Gerard Way

“We're definitely a band that wants to save your life.” – Frank Iero

“People made fun of us! Emo was kids in recreation shirts and tight blue jeans, and we came out wearing makeup; we played hardcore shows at VFW halls, and Gerard dressed like Ziggy fucking Stardust. Everybody wanted to hate us. But we always had in our mind that we wanted to transcend this. We wanted to change the world.” – Mikey Way

“I wasn't popular at school. Thank God I didn't have a girlfriend or I would suck at guitar now.” – Ray Toro

“We are a very anti-suicide band,” – Gerard Way

“Our message is simple, and one that we always portray: keep yourself alive and always have hope.” – Gerard Way

Afsakið allar stafsetninga villur ef það eru einhverjar og reynið að hafa skítköstin sem fæst.