Jet black Joe héldu tónleika í gær í Iðnó og voru tónleikarnir einhver hluti af Airwaves og var salurinn fullur af erlendum umboðsmönnum. Tónleikarnir heppnuðust ágætlega fyrir utan það að ekki var tekið við Airwaves miðum eins og auglýst hafði verið og þurftu menn því að kaupa sér annan miða fyrir þessa tónleika og var það leiðinlegt fyrir þá sem höfðu keypt sér miða Airwaves einungis fyrir þessa tónleika. Jet black joe var fínir en það er ljóst að þeir þurfa að spila sig miklu betur saman ef þeir ætla að ná fyrri heimsyfirráðum. Til dæmis var mjög neyðarlegt að sjá þá reyna fikra sig í gegnum lagið Falling sem er eitt af þeirra frægustu lögum. En flest önnur lög heppnuðust vel. Hápunktur kvöldsins var svo þegar Páll kyrjaði lögin Rain og Fly away og greinilegt er að hann er í sínu besta formi.Eftir tónleikanna voru þeir klappaðir einu sinni upp. Það sem að mínu mati setti svartan blett á þessa tónleika var jakkafataliðið og má þar helst nefna Ingvar Þórðarson KAFFIBARSROTTU en hann stóð í miðjum salnum ásamt konu sinni og ýtti mönnum í burtu svo hann fengi auða sjónlínu í gegnum salinn og það á Rokk tónleikum og ekki nóg með það heldur réðst hann á fatlaðan mann sem var að dansa fyrir framan hann þegar hann var búinn að kýla mannin í hnakkann og andlitið kallaði hann á dyravörð og lét henda manninum út. Eftir þessa tónleika er Ingvar Þórðarson í mínum augum fífl með mikilmennsku brjálæði. Annars voru þetta góðir tónleikar og lifi Jet black joe.