Gunnar Jökull Ég var að lesa í morgunblaðinu í dag minningargreinar um einn af okkar ástsælustu tónlistarmönnum, Gunnar Jökul. Hann gerði garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Trúbrot og Flowers. Eftir að hafa spilað með Trúbrot í langan tíma og gert með þeim plötuna Lifun, hélt hann á leið til Englands til að spila með ofur-hljómsveitina Yes. Eftir nokkur sessions með þeim hélt hann til Svíþjóðar og hvarf af sjónvarsviðinu í nokkurn tíma. Þess má benda á að mánuði eftir að Gunnar fór frá englandi sló ofur-hljómsveitin Yes rækilega í gegn. Hann hóf að því að smíða meistarastykkið Hamfarir í Svíþjóð og var hann síðan gefinn út af POP BEAT LTD. Ég votta fjölskyldu Gunnars samúð mína og get með sanni sagt að ísland er fátækari eftir lát hans.