Sumarlögin 2006 Ég og faðir minn föttuðum ekki fyrr en það var svolítið liðið á seinni part sumarsins að við ættum kannski að hlusta á útvarpið, þar að segja í vinnunni. Það var engin spurning að einu útvarpstöðvarnar sem um var að ræða yrðu annaðhvort Xfm / 91,9 eða X-ið / 97,7. Að lokum leist okkur svo betur á Xfm og spilaði Ómar Bonham útvarpsmaður stóra rullu í þeim málum, andskoti gaman að hlusta á kappann stundum, en ég ætla ekki að fjölyrða neitt frekar um það. Á hverjum degi komu yfir fleiri tugi laga og voru þau misgóð einsog þau voru mörg. En það voru þó nokkur sem stóðu uppúr að mínu mati og það eru eftirfarandi lög sem ég skrifa hér niður..

Automatics, The - Monster
Depeche Mode – John the Revelator
Frank Black – If Your Poison Gets You
Franz Ferdinand – Eleanor Put Your Boots On
Johnny Cash – God’s Gonna Cut You Down
Muse – Starlight
Razorlight – In the Morning
Shadow Parade – Dead Man’s Hand
Thom Yorke – Black Swan
Trabant – The One

Þetta eru lögin sem minna mig alltaf á sumarið 2006. Það sem kemur mér kannski mest á óvart á þessum lista er það að lagið “Dead Man’s Hand” er eftir íslenskan flytjanda, Shadow Parade. Í fyrstu fannst mér söngvarinn (þó aðallvega í viðlaginu) hljóma einsog Joshua Homme söngvari Queens of the Stone Age ásamt því að syngja í fleiri hljómsveitum. Allt eru þetta þó þrusugóð og nýleg lög (á þessum tíma) með virtum flytjendum einsog sjá má. Ég mæli auðvitað eindregið með því að ef þið eigið þessi lög ekki, að þið reddið ykkur þeim á næstunni!